Óvenju hátt hlutfall stendur við uppsagnir Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2015 20:41 Mun hærra hlutfall hjúkrunarfræðinga stendur við uppsagnir sínar á Landspítalanum en spítalinn hefur átt að venjast í fyrri kjaradeilum heilbrigðisstarfsmanna. Ráða þarf á annað hundrað hjúkrunarfræðinga til starfa en á meðan verður kostnaður við yfirvinnu mikill. Það er ljóst að nýafstaðin kjaradeila hjúkrunarfræðinga við ríkið ristir mjög djúpt hjá mörgum hjúkrunarfræðingum. Það liggur fyrir að ríflega sextíu þeirra ætla að standa við uppsagnir sínar og uppsagnirnar gætu orðið fleiri. Í langri og harðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í vor sögðu 291 hjúkrunarfræðingur upp störfum og tóku margar uppsagnanna gildi hinn 1. september og nú í dag.Þetta er meira en þið hafið vanist í fyrri deilum? „Já. Við höfum venjulega séð í svona deilum að það hafi orðið á bilinu 5 til 10 prósent afföll. En þetta er alveg um 20 prósent núna,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landsspítalanum.Erlendir hjúkrunarfræðingar dýrir En áður en verkfallið hófst vantaði um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga á Landsspítalann. Hingað til hefur þessu verið mætt með ótæpilegri yfirvinnu. „Og gerir okkur þá náttúrlega erfiðara að reka spítalann innan fjárheimilda. Það er líklegt að við eigum bæði eftir að sjá afleiðingar í yfirvinnu og eins þurfum við kannski að skoða einhverjar breytingar á starfseminni,“ segir Sigríður. Vandinn verði ekki leystur með ráðningu útlendra hjúkrunarfræðinga, sem reynslan sýni að sé dýrt og íslenskan sé líka mikilvæg í þessu starfi. Spítalinn sé í samkeppni um hjúkrunarfræðinga og sem betur fer sé töluverð ásókn í hjúkrunarfræðinám. Háskólarnir ráði hins vegar ekki við að mennta alla þá sem vilja. „Við eigum ungt fólk sem hefur áhuga á því að vinna við þetta en við höfum ekki burði til að mennta fleiri en við gerum í dag,“ segir Sigríður. Vissulega ættu nýir kjarasamningar að hjálpa til við að freista fólks. „Já vonandi ætti þetta að hjálpa til, að það hafi orðið ákveðin kjarabót. En við þurfum ekki síður að huga að umgjörðinni sem við höfum og getu háskólanna til að útskrifa fleiri nemendur,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir. Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir gangsetningu á verkfallsmiðstöð er hafinn "Síðan munum við kalla til okkar félagsmenn til að fara í verkfallsvörsluna og munum skipta þeirri vinnu niður á þó nokkuð marga hópa,“ segir Þórarinn Eyfjörð. 30. september 2015 12:45 Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið í máli sem BHM höfðaði. Telur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ljóst að dómsmál hefði engu skilað Fíh þar sem málin væru um margt svipuð. 17. ágúst 2015 11:10 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Mun hærra hlutfall hjúkrunarfræðinga stendur við uppsagnir sínar á Landspítalanum en spítalinn hefur átt að venjast í fyrri kjaradeilum heilbrigðisstarfsmanna. Ráða þarf á annað hundrað hjúkrunarfræðinga til starfa en á meðan verður kostnaður við yfirvinnu mikill. Það er ljóst að nýafstaðin kjaradeila hjúkrunarfræðinga við ríkið ristir mjög djúpt hjá mörgum hjúkrunarfræðingum. Það liggur fyrir að ríflega sextíu þeirra ætla að standa við uppsagnir sínar og uppsagnirnar gætu orðið fleiri. Í langri og harðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í vor sögðu 291 hjúkrunarfræðingur upp störfum og tóku margar uppsagnanna gildi hinn 1. september og nú í dag.Þetta er meira en þið hafið vanist í fyrri deilum? „Já. Við höfum venjulega séð í svona deilum að það hafi orðið á bilinu 5 til 10 prósent afföll. En þetta er alveg um 20 prósent núna,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landsspítalanum.Erlendir hjúkrunarfræðingar dýrir En áður en verkfallið hófst vantaði um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga á Landsspítalann. Hingað til hefur þessu verið mætt með ótæpilegri yfirvinnu. „Og gerir okkur þá náttúrlega erfiðara að reka spítalann innan fjárheimilda. Það er líklegt að við eigum bæði eftir að sjá afleiðingar í yfirvinnu og eins þurfum við kannski að skoða einhverjar breytingar á starfseminni,“ segir Sigríður. Vandinn verði ekki leystur með ráðningu útlendra hjúkrunarfræðinga, sem reynslan sýni að sé dýrt og íslenskan sé líka mikilvæg í þessu starfi. Spítalinn sé í samkeppni um hjúkrunarfræðinga og sem betur fer sé töluverð ásókn í hjúkrunarfræðinám. Háskólarnir ráði hins vegar ekki við að mennta alla þá sem vilja. „Við eigum ungt fólk sem hefur áhuga á því að vinna við þetta en við höfum ekki burði til að mennta fleiri en við gerum í dag,“ segir Sigríður. Vissulega ættu nýir kjarasamningar að hjálpa til við að freista fólks. „Já vonandi ætti þetta að hjálpa til, að það hafi orðið ákveðin kjarabót. En við þurfum ekki síður að huga að umgjörðinni sem við höfum og getu háskólanna til að útskrifa fleiri nemendur,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir.
Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir gangsetningu á verkfallsmiðstöð er hafinn "Síðan munum við kalla til okkar félagsmenn til að fara í verkfallsvörsluna og munum skipta þeirri vinnu niður á þó nokkuð marga hópa,“ segir Þórarinn Eyfjörð. 30. september 2015 12:45 Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið í máli sem BHM höfðaði. Telur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ljóst að dómsmál hefði engu skilað Fíh þar sem málin væru um margt svipuð. 17. ágúst 2015 11:10 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Undirbúningur fyrir gangsetningu á verkfallsmiðstöð er hafinn "Síðan munum við kalla til okkar félagsmenn til að fara í verkfallsvörsluna og munum skipta þeirri vinnu niður á þó nokkuð marga hópa,“ segir Þórarinn Eyfjörð. 30. september 2015 12:45
Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið í máli sem BHM höfðaði. Telur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ljóst að dómsmál hefði engu skilað Fíh þar sem málin væru um margt svipuð. 17. ágúst 2015 11:10
Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40