Enski boltinn

Quique Flores fimmti stjóri Watford á innan við ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Quique Flores vann Evrópudeildina með Atletíco Madrid 2010.
Quique Flores vann Evrópudeildina með Atletíco Madrid 2010. vísir/getty
Spánverjinn Quique Sánchez Flores hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Watford.

Flores, sem er fimmtugur, tekur við starfinu af Slavisa Jokanovic sem kom Watford upp í úrvalsdeildina á nýstöðnu tímabili. Flores skrifaði undir tveggja ára samning við Watford sem hefur ekki leikið í úrvalsdeildinni frá tímabilinu 2006-07.

Flores er fimmti stjóri Watford á innan við ári og honum er ætlað að festa liðið í sessi í úrvalsdeildinni. Hann lék á sínum tíma með Valencia, Real Madrid og Real Zaragoza, auk þess sem hann lék 15 landsleiki fyrir Spán.

Flores hefur komið víða við á stjóraferlinum sem hófst árið 2004. Hann gerði m.a. Atlético Madrid að Evrópudeildarmeisturum 2010.

Flores var síðast við stjórnvölinn hjá Getafe en hann stýrði liðinu í tæpa tvo mánuði í byrjun ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×