Enski boltinn

Kone bjargaði stigi fyrir Everton | Leicester í ham

Úr leik Everton og Watford.
Úr leik Everton og Watford. vísir/getty
 Nýliðarnir þrír í ensku úrvalsdeildinni voru í eldlínunni í leikjunum sem voru að ljúka, en enginn af nýliðunum náðu í sigur í fyrsta leik.

Rudy Gestede skoraði eina markið í 1-0 sigri Aston Villa á Bournemouth, en Rudy gekk í raðir Aston Villa frá Blackburn í sumar.

Arouna Kone tryggði Everton stig gegn nýliðum Watford í dramatískum leik á Goodison Park. Watford komst í tvígang yfir, en í bæði skiptin náðu leikmenn Everton að jafna.

Leicester rúllaði yfir Sunderland á King Power vellinum. Staðan var meðal annars 3-0 á 25. mínútu og eftir það var ekki aftur snúið. Lokatölur 4-2.

Crystal Palace vann góðan útisigur á Crystal Palace gegn Norwich, en Wilfried Zaha, Damien Delaney og  Yohan Cabaye gerðu mörk gestana.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Bournemouth - Aston Villa 0-1

0-1 Rudy Gestede (72.).

Everton - Watford 2-2

0-1 Miguel Layun (14.), 1-1 Ross Barkley (76.), 1-2 Odion Ighalo (83.), 2-2 Arouna Kone (86.).

Leicester - Sunderland 4-2

1-0 Jamie Vardy (11.), 2-0 Riyad Mahrez (18.), 3-0 Riyad Mahrez - víti (25.), 3-1 Jermain Defoe (60.), 4-1 Marc Albrighton (66.), 4-2 Steven Fletcher (71.).

Norwich - Crystal Palace 1-2

0-1 Wilfried Zaha (39.), 0-2 Damien Delaney (50.), 1-2 Nathan Redmond (69.), 1-3 Yohan Cabaye (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×