Hlýjasti dagur ársins framundan á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 07:38 Það er góður dagur til að skella sér í sund í dag. vísir/ernir „Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis. Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
„Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis.
Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira