Keflavík vann Suðurnesjaslaginn | Fjör í Lengjubikarnum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2015 11:00 Albert var á skotskónum. Vísir/Vilhelm Fimm leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í gær. ÍA, Keflavík, Fylkir og Þróttur unnu sína leiki og Selfoss og Grótta skildu jöfn.ÍA vann Hauka í fjörugum leik í Akraneshöllinni, 4-3. Jón Vilhelm Ákason skoraði tvö mörk fyrir ÍA, en staðan var jöfn í hálfleik 2-2. Sjálfsmark og mark frá Arnari Má Guðjónssyni tryggðu ÍA sigur í síðari hálfleik. Björgvin Stefánsson skoraði í tvígang fyrir Hauka, en hann kom frá BÍ/Bolungarvík á dögunum. Arnar Aðalgeirsson bætti við einu.Keflavík vann grannaslaginn gegn Grindavík 4-2, en leikið var í Reykjaneshöllinni í hádeginu í gær. Óli Baldur Bjarnason kom Grindavík yfir, en Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson sáu til þess að Keflavík leiddi í hálfleik. Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði metin fyrir Grindavík eftir klukkutíma leik og allt stefndi í jafntefli. Hólmar Örn bætti við öðru marki sínu í uppbótartíma og Bojan Stefán Ljubicic skoraði fjórða mark Keflavíkur rétt áður en yfir lauk. 4-2 sigur Keflavíkur staðreynd.Selfoss og Grótta skildu jöfn 1-1. Magnús Ingi Einarsson kom Selfoss yfir, en Jón Björgvin Kristjánsson jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þróttur var ekki í vandræðum með BÍ/Bolungarvík í Egilshöllinni í dag. Þróttur vann 2-0, en Skástrikið lék einum færri frá 34. mínútu þegar Nigel Quashie fékk rautt spjald. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skoraði bæði mörk Þróttar.Fylkir vann ÍBV 4-0 í Egilshöllinni í dag. Albert Brynjar Ingason skoraði tvö mörk og þeir Andrés Már Jóhannesson og Oddur Ingi Guðmundsson bættu við sitt hvoru marki fyrir Árbæjarliðið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í gær. ÍA, Keflavík, Fylkir og Þróttur unnu sína leiki og Selfoss og Grótta skildu jöfn.ÍA vann Hauka í fjörugum leik í Akraneshöllinni, 4-3. Jón Vilhelm Ákason skoraði tvö mörk fyrir ÍA, en staðan var jöfn í hálfleik 2-2. Sjálfsmark og mark frá Arnari Má Guðjónssyni tryggðu ÍA sigur í síðari hálfleik. Björgvin Stefánsson skoraði í tvígang fyrir Hauka, en hann kom frá BÍ/Bolungarvík á dögunum. Arnar Aðalgeirsson bætti við einu.Keflavík vann grannaslaginn gegn Grindavík 4-2, en leikið var í Reykjaneshöllinni í hádeginu í gær. Óli Baldur Bjarnason kom Grindavík yfir, en Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson sáu til þess að Keflavík leiddi í hálfleik. Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði metin fyrir Grindavík eftir klukkutíma leik og allt stefndi í jafntefli. Hólmar Örn bætti við öðru marki sínu í uppbótartíma og Bojan Stefán Ljubicic skoraði fjórða mark Keflavíkur rétt áður en yfir lauk. 4-2 sigur Keflavíkur staðreynd.Selfoss og Grótta skildu jöfn 1-1. Magnús Ingi Einarsson kom Selfoss yfir, en Jón Björgvin Kristjánsson jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þróttur var ekki í vandræðum með BÍ/Bolungarvík í Egilshöllinni í dag. Þróttur vann 2-0, en Skástrikið lék einum færri frá 34. mínútu þegar Nigel Quashie fékk rautt spjald. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skoraði bæði mörk Þróttar.Fylkir vann ÍBV 4-0 í Egilshöllinni í dag. Albert Brynjar Ingason skoraði tvö mörk og þeir Andrés Már Jóhannesson og Oddur Ingi Guðmundsson bættu við sitt hvoru marki fyrir Árbæjarliðið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira