Áföll og hamfarir ár eftir ár hjá bændum Snærós Sindradóttir skrifar 16. júlí 2015 07:00 Árið 2011 varð eldgos í Grímsvötnum. Sauðfé drapst vegna öskufallsins. Fréttablaðið/Vilhelm Þórarinn Ingi Pétursson „Nei, við ráðum ekki við þetta, það er bara þannig. Bændur eru ekki undir það búnir að takast á við svona ár eftir ár,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Endurtekin áföll hafa dunið á bændum síðastliðin ár með miklum afleiðingum. Veður hafa almennt verið válynd. Ýmist hafa tún brunnið eða þau kalið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að heyskapur væri ekki farinn af stað víða á Austurlandi vegna mikilla rigninga. Fyrirséð væri að fjárhagstjón bænda þar væri töluvert. Þá höfðu eldgosin í Eyjafjallajökli árið 2010 og í Grímsvötnum árið 2011 mikil áhrif. Vorhret árið 2011 og óveður snemma hausts 2012 sömuleiðis. Fjárdauði og verkfall dýralækna í ár hefur svo haft mikið fjárhagstjón í för með sér. „Með fjárdauðann núna, þá vitum við ekki almennilega hvað þetta er. Í sjálfu sér getum við ekki talið upp úr kössunum fyrr en í haust. Hjá sumum er þetta mikill fjöldi og hefur farið stigvaxandi,“ segir Þórarinn. Upp á síðkastið hafi bændur fundið stálpuð lömb dauð. Fækkun upp á tuttugu til þrjátíu prósent hefur orðið hjá sumum fjárbændum og það þýðir bara eitt: Minni framleiðsla verður á lambakjöti í haust en árin áður. „Það er líka hægt að hafa á bak við eyrað að afurðaverð til bænda og kjötverð til neytenda hefur ekki fylgt neysluvísitölu undanfarin ár. Þetta gengur ekki svona til lengdar. Þegar áföllin bætast við líka og allur rekstrarkostnaður hækkar þá fáum við dæmið ekki til að ganga upp. Menn þurfa að ganga á eignir í staðinn fyrir að byggja sín bú upp,“ segir Þórarinn. „Ég á ekki von á því að Bjargráðasjóður ráði við að greiða mönnum þær bætur sem þeir þurfa,“ bætir Þórarinn við. Bjargráðasjóður hefur fengið aukafjárveitingu frá ríkinu þegar stór áföll, eins og eldgosið 2011 og óveðrið 2012, hafa dunið yfir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni sjóðsins, Sigurgeiri B. Hreinssyni, mun tíminn leiða í ljós hvort sjóðurinn bæti bændum fjártjónið í ár. Greining liggi ekki fyrir á ástæðum fjárdauðans.Sigurður EyþórssonSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, er bjartsýnn á gengi bænda, þrátt fyrir áföllin. „Þetta er ekkert auðvelt en ég held að við komumst yfir þetta eins og við höfum gert. Menn hafa mikla reynslu af því að kljást við svona áföll en þetta eru auðvitað nokkuð mörg áföll á stuttum tíma.“ Hann segir bændur, eins og aðra í rekstri, gera ráð fyrir einhverju bakslagi. Ekkert geti þó búið menn undir svo síendurtekin áföll.. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Þórarinn Ingi Pétursson „Nei, við ráðum ekki við þetta, það er bara þannig. Bændur eru ekki undir það búnir að takast á við svona ár eftir ár,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Endurtekin áföll hafa dunið á bændum síðastliðin ár með miklum afleiðingum. Veður hafa almennt verið válynd. Ýmist hafa tún brunnið eða þau kalið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að heyskapur væri ekki farinn af stað víða á Austurlandi vegna mikilla rigninga. Fyrirséð væri að fjárhagstjón bænda þar væri töluvert. Þá höfðu eldgosin í Eyjafjallajökli árið 2010 og í Grímsvötnum árið 2011 mikil áhrif. Vorhret árið 2011 og óveður snemma hausts 2012 sömuleiðis. Fjárdauði og verkfall dýralækna í ár hefur svo haft mikið fjárhagstjón í för með sér. „Með fjárdauðann núna, þá vitum við ekki almennilega hvað þetta er. Í sjálfu sér getum við ekki talið upp úr kössunum fyrr en í haust. Hjá sumum er þetta mikill fjöldi og hefur farið stigvaxandi,“ segir Þórarinn. Upp á síðkastið hafi bændur fundið stálpuð lömb dauð. Fækkun upp á tuttugu til þrjátíu prósent hefur orðið hjá sumum fjárbændum og það þýðir bara eitt: Minni framleiðsla verður á lambakjöti í haust en árin áður. „Það er líka hægt að hafa á bak við eyrað að afurðaverð til bænda og kjötverð til neytenda hefur ekki fylgt neysluvísitölu undanfarin ár. Þetta gengur ekki svona til lengdar. Þegar áföllin bætast við líka og allur rekstrarkostnaður hækkar þá fáum við dæmið ekki til að ganga upp. Menn þurfa að ganga á eignir í staðinn fyrir að byggja sín bú upp,“ segir Þórarinn. „Ég á ekki von á því að Bjargráðasjóður ráði við að greiða mönnum þær bætur sem þeir þurfa,“ bætir Þórarinn við. Bjargráðasjóður hefur fengið aukafjárveitingu frá ríkinu þegar stór áföll, eins og eldgosið 2011 og óveðrið 2012, hafa dunið yfir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni sjóðsins, Sigurgeiri B. Hreinssyni, mun tíminn leiða í ljós hvort sjóðurinn bæti bændum fjártjónið í ár. Greining liggi ekki fyrir á ástæðum fjárdauðans.Sigurður EyþórssonSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, er bjartsýnn á gengi bænda, þrátt fyrir áföllin. „Þetta er ekkert auðvelt en ég held að við komumst yfir þetta eins og við höfum gert. Menn hafa mikla reynslu af því að kljást við svona áföll en þetta eru auðvitað nokkuð mörg áföll á stuttum tíma.“ Hann segir bændur, eins og aðra í rekstri, gera ráð fyrir einhverju bakslagi. Ekkert geti þó búið menn undir svo síendurtekin áföll..
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira