Þjóðlög flutt á sérsmíðuð langspil og finnska hörpu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 13:00 Bára Grímsdóttir og Chris Foster skipa tvíeykið Funa. Vísir/GVA Í kvöld mun tvíeykið Funi sem skipað er þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster spila í Mengi. Á tónleikunum mun Funi flytja íslensk og ensk þjóðlög en þau Bára og Chris leika á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Bára segir þjóðlög alla tíð hafa verið sér hugleikin en hún ólst upp við söng og kveðskap. „Hjá mér var það nú þannig að ég ólst upp við kveðskap hjá foreldrum mínum, fyrst í sveitinni og svo þegar við fluttum í bæinn, þá gengu þau í kvæðamannafélagið Iðunni, ég er nú formaður þar í dag,“ segir Bára glöð í bragði. „Svo var ég svo heppin þegar ég var í Barnamúsíkskólanum þegar ég var lítil að þar var ég með kennara sem kenndu okkur skemmtileg þjóðlög, þulur og svona ýmislegt. Þá kynntist ég annarri hlið íslensku þjóðlagatónlistarinnar.“ Bára og Chris hófu svo samstarf árið 2001 og segir Bára hann hafa verið viðloðandi þjóðlagatónlist frá barnæsku líkt og hún sjálf en Chris er alinn upp á Englandi og hefur haldið tónleika víðsvegar um heiminn síðastliðin 40 ár. „Foreldrar hans voru mikið söngfólk og þau voru í enskum danshóp. Svo kynntist hann fólki sem sýndi þessu einnig áhuga og hann var ungur að reka folk club á Englandi. Einnig kynntist hann gömlu fólki sem söng á enskum pöbbum og lærði af þeim.“ Nafnið er vísun í lag sem var á fyrsta disk þeirra Báru og Chris og er kvæðið við lagið samið af ömmu Báru. „Hún amma mín, Petrína, samdi kvæði um Funa sem var einn af uppáhaldshestunum hans afa. Það var á fyrsta disknum okkar og við ákváðum að kalla dúóið Funa, þetta er svona þjált nafn.“ Síðan þau hófu að spila saman hafa þau haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, bæði hér heima og einnig í útlöndum. „Við spilum oft erlendis og höfum gert það í gegnum árin. Við höfum verið svona mest á Bretlandseyjum og svo höfum við líka farið ansi oft til Bandaríkjanna, á austurströndina þá helst, og líka víða í Evrópu.“ Lögin útsetja þau Bára og Chris sjálf og segist Bára, sem er tónskáld, oft lengja íslensku lögin þar sem þau séu oft á tíðum stutt. Einnig voru lögin sem flutt eru oft sungin án nokkurs undirleiks. „Ég geri meira í kringum þau. Bý til millispil og lög við sum versin til þess að ramma þetta meira inn og gera þetta að heilsteyptari lögum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum líka að nota þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Við erum með langspilið og höfum stundum verið með íslenska fiðlu og ég spila á litla finnska borðhörpu sem kallast kantele.“ Langspilin létu þau sérsmíða fyrir sig og munu þau í kvöld flytja lag sem Bára gerði við kvæði Jóns Steingrímssonar um móðuharðindin þar sem þau leika á tvö langspil. Einnig mun Bára kveða í kvöld, bæði hluta úr gamalli rímu auk nýlegs kvæðis eftir ungan hagyrðing. Á meðan á tónlistarflutningnum stendur verður myndheimi varpað á vegg Mengis og segir Bára það skýra texta og umfjöllunarefni tónlistarinnar. Tónleikarnir hefjast í Mengi, Óðinsgötu 2, klukkan 21.00 í kvöld og er miðaverð 2.000 krónur. Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Í kvöld mun tvíeykið Funi sem skipað er þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster spila í Mengi. Á tónleikunum mun Funi flytja íslensk og ensk þjóðlög en þau Bára og Chris leika á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Bára segir þjóðlög alla tíð hafa verið sér hugleikin en hún ólst upp við söng og kveðskap. „Hjá mér var það nú þannig að ég ólst upp við kveðskap hjá foreldrum mínum, fyrst í sveitinni og svo þegar við fluttum í bæinn, þá gengu þau í kvæðamannafélagið Iðunni, ég er nú formaður þar í dag,“ segir Bára glöð í bragði. „Svo var ég svo heppin þegar ég var í Barnamúsíkskólanum þegar ég var lítil að þar var ég með kennara sem kenndu okkur skemmtileg þjóðlög, þulur og svona ýmislegt. Þá kynntist ég annarri hlið íslensku þjóðlagatónlistarinnar.“ Bára og Chris hófu svo samstarf árið 2001 og segir Bára hann hafa verið viðloðandi þjóðlagatónlist frá barnæsku líkt og hún sjálf en Chris er alinn upp á Englandi og hefur haldið tónleika víðsvegar um heiminn síðastliðin 40 ár. „Foreldrar hans voru mikið söngfólk og þau voru í enskum danshóp. Svo kynntist hann fólki sem sýndi þessu einnig áhuga og hann var ungur að reka folk club á Englandi. Einnig kynntist hann gömlu fólki sem söng á enskum pöbbum og lærði af þeim.“ Nafnið er vísun í lag sem var á fyrsta disk þeirra Báru og Chris og er kvæðið við lagið samið af ömmu Báru. „Hún amma mín, Petrína, samdi kvæði um Funa sem var einn af uppáhaldshestunum hans afa. Það var á fyrsta disknum okkar og við ákváðum að kalla dúóið Funa, þetta er svona þjált nafn.“ Síðan þau hófu að spila saman hafa þau haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, bæði hér heima og einnig í útlöndum. „Við spilum oft erlendis og höfum gert það í gegnum árin. Við höfum verið svona mest á Bretlandseyjum og svo höfum við líka farið ansi oft til Bandaríkjanna, á austurströndina þá helst, og líka víða í Evrópu.“ Lögin útsetja þau Bára og Chris sjálf og segist Bára, sem er tónskáld, oft lengja íslensku lögin þar sem þau séu oft á tíðum stutt. Einnig voru lögin sem flutt eru oft sungin án nokkurs undirleiks. „Ég geri meira í kringum þau. Bý til millispil og lög við sum versin til þess að ramma þetta meira inn og gera þetta að heilsteyptari lögum,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum líka að nota þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Við erum með langspilið og höfum stundum verið með íslenska fiðlu og ég spila á litla finnska borðhörpu sem kallast kantele.“ Langspilin létu þau sérsmíða fyrir sig og munu þau í kvöld flytja lag sem Bára gerði við kvæði Jóns Steingrímssonar um móðuharðindin þar sem þau leika á tvö langspil. Einnig mun Bára kveða í kvöld, bæði hluta úr gamalli rímu auk nýlegs kvæðis eftir ungan hagyrðing. Á meðan á tónlistarflutningnum stendur verður myndheimi varpað á vegg Mengis og segir Bára það skýra texta og umfjöllunarefni tónlistarinnar. Tónleikarnir hefjast í Mengi, Óðinsgötu 2, klukkan 21.00 í kvöld og er miðaverð 2.000 krónur.
Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira