Ásdís vann spjótkastið | Ísland í fimmta sæti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 20:09 Arna Stefanía hreppti brons og var einnig í hlaupaliði Íslands sem náði sínum öðrum besta tíma í sögunni vísir/frí Íslenska frjálsíþróttalandsliðið fór ágætlega af stað á fyrsta keppnisdegi 2. deildar Evrópumótsins í frjálsum, en mótið fer fram í Búlgaríu. Ísland er í fimmta sæti af átta liðum í afar sterkri deild. 4x100 metra sveit karla sló ársgamalt Íslandsmet á mótinu, en þeir Juan Ramon Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason komu í mark á 40,72 sekúndum. Fyrra metið stóð frá Tblisi í Evrópukeppninni í fyrra, en þá var nánast sama lið að undanskildum Ívar Kristni sem kom í stað Jóhans Björns Sigurbjörnsson.Sjá einnig: Arna Stefanía hreppti brons Stelpurnar stóðu sig einnig vel í 4x100 metra hlaupinu, en þær Steinunn Erla, Arna Stefanía, Hafdís og Hrafnhildur Eir hlupu á öðru besta tíma frá upphafi í dag eða á 46,22 sekúndur. Besti tíminn er frá 1996 eða 45,71 sekúnda. Hulda Þorsteinsdóttir lenti í öðru til þriðja sæti í stangarstökki kvenna, en Hulda stökk fjóra metra. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi, en hann kastaði lengst 18,55 metra. Aníta Hinriksdóttir var í öðru sæti í 800 metra hlaupi, en hún hljóp á 2:03,17. Það er þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hlynur Andrésson kom fimmti í mark í fimm kílómetrahlaupinu, en hann lenti í öðru sæti á tímanum 14:46,79. Hlynur verður aftur í eldlínunni á morgun, en þá keppir hann í þriggja kílómetra hlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna grein á mótinu, en hún kastaði spjótinu rúma 60 metra eða nánar tiltekið 60,06 metra. Ásdís lenti í fimmta sæti í kringlukasti. Hafdís Sigurðardóttir lenti í sjötta sæti í þrístökki, en hún stökk 12,77 metra. Hafdís keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 54,13 sekúndum og lenti í þriðja sæti - en karlamegin keppti Kolbeinn Höður Gunnarsson í sömu vegalengd og lenti í sama sæti. Hann hljóp á 47,52 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttalandsliðið fór ágætlega af stað á fyrsta keppnisdegi 2. deildar Evrópumótsins í frjálsum, en mótið fer fram í Búlgaríu. Ísland er í fimmta sæti af átta liðum í afar sterkri deild. 4x100 metra sveit karla sló ársgamalt Íslandsmet á mótinu, en þeir Juan Ramon Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason komu í mark á 40,72 sekúndum. Fyrra metið stóð frá Tblisi í Evrópukeppninni í fyrra, en þá var nánast sama lið að undanskildum Ívar Kristni sem kom í stað Jóhans Björns Sigurbjörnsson.Sjá einnig: Arna Stefanía hreppti brons Stelpurnar stóðu sig einnig vel í 4x100 metra hlaupinu, en þær Steinunn Erla, Arna Stefanía, Hafdís og Hrafnhildur Eir hlupu á öðru besta tíma frá upphafi í dag eða á 46,22 sekúndur. Besti tíminn er frá 1996 eða 45,71 sekúnda. Hulda Þorsteinsdóttir lenti í öðru til þriðja sæti í stangarstökki kvenna, en Hulda stökk fjóra metra. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi, en hann kastaði lengst 18,55 metra. Aníta Hinriksdóttir var í öðru sæti í 800 metra hlaupi, en hún hljóp á 2:03,17. Það er þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hlynur Andrésson kom fimmti í mark í fimm kílómetrahlaupinu, en hann lenti í öðru sæti á tímanum 14:46,79. Hlynur verður aftur í eldlínunni á morgun, en þá keppir hann í þriggja kílómetra hlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna grein á mótinu, en hún kastaði spjótinu rúma 60 metra eða nánar tiltekið 60,06 metra. Ásdís lenti í fimmta sæti í kringlukasti. Hafdís Sigurðardóttir lenti í sjötta sæti í þrístökki, en hún stökk 12,77 metra. Hafdís keppti einnig í 400 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 54,13 sekúndum og lenti í þriðja sæti - en karlamegin keppti Kolbeinn Höður Gunnarsson í sömu vegalengd og lenti í sama sæti. Hann hljóp á 47,52 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira