Enginn Giggs, enginn Gerrard, engir heimamenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 08:00 Van Gaal og Rodgers eru báðir undir mikilli pressu. vísir/getty Biðin í landsleikjafríinu eftir næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni var ekki jafn löng og áður. Strákarnir okkar hafa séð til þess að landsleikjahlé er eitthvað sem íslenskir fótboltaáhugamenn hlakka nú til. En menn hlakka líka alltaf til næstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega þegar viðureign Manchester United og Liverpool er á dagskrá. Leikurinn í dag er sögulegur eins og þeir eru oft. Í fyrsta sinn síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 verður enginn heimamaður í liðunum. Manchester United og Liverpool hafa mæst 46 sinnum í ensku úrvalsdeildinni og alltaf hafa stuðningsmenn liðanna geta fylgst með að minnsta kosti einum af „sínum mönnum.“ Og ekki nóg með það. Í fyrsta sinn í 16 ár mætast þessir erkifjendur án þess að máttarstólpar liðanna og leikjahæstu menn frá upphafi, Ryan Giggs og Steven Gerrard, verði með. Giggs lagði skóna á hilluna fyrir síðustu leiktíð og Steven Gerrard var kvaddur með stæl (af stuðningsmönnum Liverpool) á Anfield í fyrra. Tímarnir eru heldur betur breyttir enda streyma nú inn bestu leikmenn heims í gámavís í vinsælustu fótboltadeild í heimi. Þegar Steven Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á móti Man. Utd í september árið 1999 voru átta uppaldir leikmenn í liðunum tveimur. Gerrard, Jamie Carragher (sem skoraði tvö sjálfsmörk í 3-2 sigri United í leiknum), Robbie Fowler og David Thompson voru allir í liði Liverpool en hjá Rauðu Djöflunum voru þeir Phil Neville, Nicky Butt, Ronnie Wallwork og Paul Scholes í liðinu. En þetta var þá. Aðkeyptir enskir og erlendir leikmenn eru fljótir að átta sig á rígnum á milli þessara liða. Og þeir þurfa líka að fara að spila betur. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína og það allt annað en sannfærandi. Bæði gerðu svo jafntefli í þriðju umferðinni áður en United tapaði gegn Swansea eftir að komast 1-0 yfir og Liverpool fékk skell gegn West Ham. Eins mikið og stuðningsmönnum beggja liða finnst gaman að gera grín að hvorir að öðrum verða bæði sett að átta sig á því að liðin þeirra eru ekki að spila nógu vel. Samtals eru þau aðeins búin að skora fimm mörk (Utd 3, Liv 2). Liverpool fékk reyndar sæg af færum í þriðju umferðinni gegn Arsenal en það eru mörkin sem fólk man eftir. Liverpool verður án mannsins sem hefur haldið sóknarleiknum uppi, Brasilíumannsins Phillipe Coutinho. Brassinn snaggaralegi fékk tvö klaufaleg gul spjöld gegn West Ham og geta United-menn andað léttar að þurfa ekki að kljást við hann. Christian Benteke hefur farið rólega af stað og skorað eitt kolólöglegt mark. Sigurmark á Old Trafford væri þó fljótt að koma honum á háan stall á Anfield. Stóra sagan úr herbúðum Manchester United er markvarðamálin. Svo virðist sem (fáir) dagar Sergio Romero sé taldir í byrjunarliðinu. David De Gea, sem átti að vera farinn til Real Madrid, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í gær. Hann hefur lítið spilað að undanförnu en varði þó mark Spánar í landsleikjavikunni. Vandamál United hefur ekki verið varnarleikurinn eða markvarslan – nema á móti Swansea – en það er ekkert verra að fá einn besta markvörð heims aftur í rammann.mynd/fréttablaðið Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Biðin í landsleikjafríinu eftir næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni var ekki jafn löng og áður. Strákarnir okkar hafa séð til þess að landsleikjahlé er eitthvað sem íslenskir fótboltaáhugamenn hlakka nú til. En menn hlakka líka alltaf til næstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega þegar viðureign Manchester United og Liverpool er á dagskrá. Leikurinn í dag er sögulegur eins og þeir eru oft. Í fyrsta sinn síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 verður enginn heimamaður í liðunum. Manchester United og Liverpool hafa mæst 46 sinnum í ensku úrvalsdeildinni og alltaf hafa stuðningsmenn liðanna geta fylgst með að minnsta kosti einum af „sínum mönnum.“ Og ekki nóg með það. Í fyrsta sinn í 16 ár mætast þessir erkifjendur án þess að máttarstólpar liðanna og leikjahæstu menn frá upphafi, Ryan Giggs og Steven Gerrard, verði með. Giggs lagði skóna á hilluna fyrir síðustu leiktíð og Steven Gerrard var kvaddur með stæl (af stuðningsmönnum Liverpool) á Anfield í fyrra. Tímarnir eru heldur betur breyttir enda streyma nú inn bestu leikmenn heims í gámavís í vinsælustu fótboltadeild í heimi. Þegar Steven Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á móti Man. Utd í september árið 1999 voru átta uppaldir leikmenn í liðunum tveimur. Gerrard, Jamie Carragher (sem skoraði tvö sjálfsmörk í 3-2 sigri United í leiknum), Robbie Fowler og David Thompson voru allir í liði Liverpool en hjá Rauðu Djöflunum voru þeir Phil Neville, Nicky Butt, Ronnie Wallwork og Paul Scholes í liðinu. En þetta var þá. Aðkeyptir enskir og erlendir leikmenn eru fljótir að átta sig á rígnum á milli þessara liða. Og þeir þurfa líka að fara að spila betur. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína og það allt annað en sannfærandi. Bæði gerðu svo jafntefli í þriðju umferðinni áður en United tapaði gegn Swansea eftir að komast 1-0 yfir og Liverpool fékk skell gegn West Ham. Eins mikið og stuðningsmönnum beggja liða finnst gaman að gera grín að hvorir að öðrum verða bæði sett að átta sig á því að liðin þeirra eru ekki að spila nógu vel. Samtals eru þau aðeins búin að skora fimm mörk (Utd 3, Liv 2). Liverpool fékk reyndar sæg af færum í þriðju umferðinni gegn Arsenal en það eru mörkin sem fólk man eftir. Liverpool verður án mannsins sem hefur haldið sóknarleiknum uppi, Brasilíumannsins Phillipe Coutinho. Brassinn snaggaralegi fékk tvö klaufaleg gul spjöld gegn West Ham og geta United-menn andað léttar að þurfa ekki að kljást við hann. Christian Benteke hefur farið rólega af stað og skorað eitt kolólöglegt mark. Sigurmark á Old Trafford væri þó fljótt að koma honum á háan stall á Anfield. Stóra sagan úr herbúðum Manchester United er markvarðamálin. Svo virðist sem (fáir) dagar Sergio Romero sé taldir í byrjunarliðinu. David De Gea, sem átti að vera farinn til Real Madrid, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í gær. Hann hefur lítið spilað að undanförnu en varði þó mark Spánar í landsleikjavikunni. Vandamál United hefur ekki verið varnarleikurinn eða markvarslan – nema á móti Swansea – en það er ekkert verra að fá einn besta markvörð heims aftur í rammann.mynd/fréttablaðið
Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira