Enginn Giggs, enginn Gerrard, engir heimamenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 08:00 Van Gaal og Rodgers eru báðir undir mikilli pressu. vísir/getty Biðin í landsleikjafríinu eftir næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni var ekki jafn löng og áður. Strákarnir okkar hafa séð til þess að landsleikjahlé er eitthvað sem íslenskir fótboltaáhugamenn hlakka nú til. En menn hlakka líka alltaf til næstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega þegar viðureign Manchester United og Liverpool er á dagskrá. Leikurinn í dag er sögulegur eins og þeir eru oft. Í fyrsta sinn síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 verður enginn heimamaður í liðunum. Manchester United og Liverpool hafa mæst 46 sinnum í ensku úrvalsdeildinni og alltaf hafa stuðningsmenn liðanna geta fylgst með að minnsta kosti einum af „sínum mönnum.“ Og ekki nóg með það. Í fyrsta sinn í 16 ár mætast þessir erkifjendur án þess að máttarstólpar liðanna og leikjahæstu menn frá upphafi, Ryan Giggs og Steven Gerrard, verði með. Giggs lagði skóna á hilluna fyrir síðustu leiktíð og Steven Gerrard var kvaddur með stæl (af stuðningsmönnum Liverpool) á Anfield í fyrra. Tímarnir eru heldur betur breyttir enda streyma nú inn bestu leikmenn heims í gámavís í vinsælustu fótboltadeild í heimi. Þegar Steven Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á móti Man. Utd í september árið 1999 voru átta uppaldir leikmenn í liðunum tveimur. Gerrard, Jamie Carragher (sem skoraði tvö sjálfsmörk í 3-2 sigri United í leiknum), Robbie Fowler og David Thompson voru allir í liði Liverpool en hjá Rauðu Djöflunum voru þeir Phil Neville, Nicky Butt, Ronnie Wallwork og Paul Scholes í liðinu. En þetta var þá. Aðkeyptir enskir og erlendir leikmenn eru fljótir að átta sig á rígnum á milli þessara liða. Og þeir þurfa líka að fara að spila betur. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína og það allt annað en sannfærandi. Bæði gerðu svo jafntefli í þriðju umferðinni áður en United tapaði gegn Swansea eftir að komast 1-0 yfir og Liverpool fékk skell gegn West Ham. Eins mikið og stuðningsmönnum beggja liða finnst gaman að gera grín að hvorir að öðrum verða bæði sett að átta sig á því að liðin þeirra eru ekki að spila nógu vel. Samtals eru þau aðeins búin að skora fimm mörk (Utd 3, Liv 2). Liverpool fékk reyndar sæg af færum í þriðju umferðinni gegn Arsenal en það eru mörkin sem fólk man eftir. Liverpool verður án mannsins sem hefur haldið sóknarleiknum uppi, Brasilíumannsins Phillipe Coutinho. Brassinn snaggaralegi fékk tvö klaufaleg gul spjöld gegn West Ham og geta United-menn andað léttar að þurfa ekki að kljást við hann. Christian Benteke hefur farið rólega af stað og skorað eitt kolólöglegt mark. Sigurmark á Old Trafford væri þó fljótt að koma honum á háan stall á Anfield. Stóra sagan úr herbúðum Manchester United er markvarðamálin. Svo virðist sem (fáir) dagar Sergio Romero sé taldir í byrjunarliðinu. David De Gea, sem átti að vera farinn til Real Madrid, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í gær. Hann hefur lítið spilað að undanförnu en varði þó mark Spánar í landsleikjavikunni. Vandamál United hefur ekki verið varnarleikurinn eða markvarslan – nema á móti Swansea – en það er ekkert verra að fá einn besta markvörð heims aftur í rammann.mynd/fréttablaðið Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Biðin í landsleikjafríinu eftir næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni var ekki jafn löng og áður. Strákarnir okkar hafa séð til þess að landsleikjahlé er eitthvað sem íslenskir fótboltaáhugamenn hlakka nú til. En menn hlakka líka alltaf til næstu umferðar í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega þegar viðureign Manchester United og Liverpool er á dagskrá. Leikurinn í dag er sögulegur eins og þeir eru oft. Í fyrsta sinn síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 verður enginn heimamaður í liðunum. Manchester United og Liverpool hafa mæst 46 sinnum í ensku úrvalsdeildinni og alltaf hafa stuðningsmenn liðanna geta fylgst með að minnsta kosti einum af „sínum mönnum.“ Og ekki nóg með það. Í fyrsta sinn í 16 ár mætast þessir erkifjendur án þess að máttarstólpar liðanna og leikjahæstu menn frá upphafi, Ryan Giggs og Steven Gerrard, verði með. Giggs lagði skóna á hilluna fyrir síðustu leiktíð og Steven Gerrard var kvaddur með stæl (af stuðningsmönnum Liverpool) á Anfield í fyrra. Tímarnir eru heldur betur breyttir enda streyma nú inn bestu leikmenn heims í gámavís í vinsælustu fótboltadeild í heimi. Þegar Steven Gerrard spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á móti Man. Utd í september árið 1999 voru átta uppaldir leikmenn í liðunum tveimur. Gerrard, Jamie Carragher (sem skoraði tvö sjálfsmörk í 3-2 sigri United í leiknum), Robbie Fowler og David Thompson voru allir í liði Liverpool en hjá Rauðu Djöflunum voru þeir Phil Neville, Nicky Butt, Ronnie Wallwork og Paul Scholes í liðinu. En þetta var þá. Aðkeyptir enskir og erlendir leikmenn eru fljótir að átta sig á rígnum á milli þessara liða. Og þeir þurfa líka að fara að spila betur. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína og það allt annað en sannfærandi. Bæði gerðu svo jafntefli í þriðju umferðinni áður en United tapaði gegn Swansea eftir að komast 1-0 yfir og Liverpool fékk skell gegn West Ham. Eins mikið og stuðningsmönnum beggja liða finnst gaman að gera grín að hvorir að öðrum verða bæði sett að átta sig á því að liðin þeirra eru ekki að spila nógu vel. Samtals eru þau aðeins búin að skora fimm mörk (Utd 3, Liv 2). Liverpool fékk reyndar sæg af færum í þriðju umferðinni gegn Arsenal en það eru mörkin sem fólk man eftir. Liverpool verður án mannsins sem hefur haldið sóknarleiknum uppi, Brasilíumannsins Phillipe Coutinho. Brassinn snaggaralegi fékk tvö klaufaleg gul spjöld gegn West Ham og geta United-menn andað léttar að þurfa ekki að kljást við hann. Christian Benteke hefur farið rólega af stað og skorað eitt kolólöglegt mark. Sigurmark á Old Trafford væri þó fljótt að koma honum á háan stall á Anfield. Stóra sagan úr herbúðum Manchester United er markvarðamálin. Svo virðist sem (fáir) dagar Sergio Romero sé taldir í byrjunarliðinu. David De Gea, sem átti að vera farinn til Real Madrid, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í gær. Hann hefur lítið spilað að undanförnu en varði þó mark Spánar í landsleikjavikunni. Vandamál United hefur ekki verið varnarleikurinn eða markvarslan – nema á móti Swansea – en það er ekkert verra að fá einn besta markvörð heims aftur í rammann.mynd/fréttablaðið
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira