Jeremy Clarkson segist eiga eftir að sakna þess að fá að stýra Top Gear þáttunum á BBC. Honum var vikið frá störfum í mars eftir að hafa ráðist á framleiðanda þáttanna. Hann hefur ekki tjáð sig um málið fyrr nú, en hann ritaði pistil í breska blaðið Sun í dag.
„Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem hafa skrifað mér og sagt mér að mín verði saknað í Top Gear,“ skrifaði Clarkson. Hann tjáði sig þó ekkert um árásina.
Clarkson hefur, þrátt fyrir árásina, notið mikils stuðnings víða um heim. Um ein milljón manna hefur ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Clarkson verði endurráðin. Framleiðandinn, Oisin Tymon hefur þó orðið fyrir barðinu á nettröllum og hefur jafnvel verið hótað lífláti.
Clarkson segist eiga eftir að sakna Top Gear

Tengdar fréttir

Jeremy Clarkson vikið úr starfi
Þáttastjórnandi bílaþáttanna Top Gear hefur verið vikið úr starfi í kjölfar hávaðarifrildis við framleiðanda þáttanna.

Hugsanlegur eftirmaður Jeremy Clarkson fær morðhótanir
Varð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna fjölmargra hótana.

Búið að reka Clarkson
BBC segir hann hafa farið yfir þá línu sem starfmönnum BBC er sett.

Jeremy Clarkson kýldi leikstjórann
Gerðist fyrir viku síðan þó fréttir af atvikinu hafi ekki komið frá BBC fyrr en í gær.

Jeremy Clarkson rekinn í dag?
The Telegraph segir að honum verði tilkynnt um endanlega uppsögn í dag.

Ætlar ekki að kæra Jeremy Clarkson
Starfsmaður Top Gear sem Clarkson sló tilkynnti lögreglu ákvörðun sína í dag.