Ákváðu að flytja beinagrindina á Húsavík eftir að hafa fengið þrjár umsagnir um málið Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 18:22 Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra Visir/Ernir Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir umsögnum frá þremur stofnunum áður en tekin ákvörðun um að beinagrind af steypireyði færi til Húsavíkur. Beinagrindin er af steypireyði sem rak á land á Skaga ári 2010 en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að beinagrindin færi til Húsavíkur í kjölfar yfirlýsingar forsætisráðherra frá síðasta hausti. Ræddi RÚV við forstöðumann Náttúruminjasafns Íslands sem sagðist ekki hafa fengið upplýsingar frá menntamálaráðuneytinu að beinagrindin færi til Húsavíkur. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, nú síðdegis en hann segir þessa ákvörðun hafa verið tekna eftir að ráðuneytið hafði fengið umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruminjasafni Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Geymslustaðurinn á Húsavík fullnægjandi „30. júní sendum við þessum aðilum bréf þar sem við óskum eftir umsögn frá þeim um erindið frá hvalasafninu þar sem hefur komið fram að færa ætti beinagrindina til Húsavíkur. Afstaða þeirra var þannig að umhverfisráðuneytið studdi þessa tillögu og sama var með Náttúrufræðistofnun þar sem þeir lögðu áherslu að það sé gerður varðveislu- eða lánssamningur um gripinn. Það kom fram hjá Náttúrufræðistofnun að það er þeirra mat að geymsluaðstaða beinanna á Húsavík sé fullnægjandi miðað við það sem þeir sjá. Síðan aftur á móti hvað varðar Náttúruminjasafn Íslands þá lögðust þeir gegn áformunum um flutning, í það minnsta að það verði beðið með það þangað til liggur fyrir með skýrum hætti hvort Náttúruminjasafnið fái aðstöðu til að hafa gripinn til sýnis á höfuðborgarsvæðinu. Það voru því þrír sem gáfu þessa umsögn og einn lagðist gegn niðurstöðunni en hinir ekki,“ segir Illugi.Vill flytja beinin aftur suður „Ég hef aftur á móti sagt það á þinginu og annars staðar að ég tel rétt að standa þannig að málum að þegar verður byggt alvöru safn yfir Náttúruminjasafnið verði hugað að því að flytja gripinn aftur til baka og afsteypa gerð til að hafa fyrir norðan. Þetta er vinnulagið í málinu.“ Aðspurður hvers vegna forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands hefði ekki fengið upplýsingar um að flytja ætti beinagrindina á Húsavík svarar Illugi: „Náttúruminjasafnið fékk bréf frá okkur og svaraði því. Það lá alveg fyrir að það yrði tekin ákvörðun í málinu en það var ekki gert fyrr en það var búið að fá umsagnir frá Náttúruminjastofnun, Náttúrufræðistofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þegar þær lágu fyrir var tekin ákvörðun en það var ekkert sérstaklega tilkynnt að sú ákvörðun yrði tekin þennan eða hinn daginn. Það liggur í hlutarins eðli að þegar búið að kalla eftir umsögnunum um mál þá er tekin ákvörðun á grundvelli þeirra umsagna með hliðsjón af þeim.“ Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir umsögnum frá þremur stofnunum áður en tekin ákvörðun um að beinagrind af steypireyði færi til Húsavíkur. Beinagrindin er af steypireyði sem rak á land á Skaga ári 2010 en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að beinagrindin færi til Húsavíkur í kjölfar yfirlýsingar forsætisráðherra frá síðasta hausti. Ræddi RÚV við forstöðumann Náttúruminjasafns Íslands sem sagðist ekki hafa fengið upplýsingar frá menntamálaráðuneytinu að beinagrindin færi til Húsavíkur. Vísir náði tali af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, nú síðdegis en hann segir þessa ákvörðun hafa verið tekna eftir að ráðuneytið hafði fengið umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruminjasafni Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Geymslustaðurinn á Húsavík fullnægjandi „30. júní sendum við þessum aðilum bréf þar sem við óskum eftir umsögn frá þeim um erindið frá hvalasafninu þar sem hefur komið fram að færa ætti beinagrindina til Húsavíkur. Afstaða þeirra var þannig að umhverfisráðuneytið studdi þessa tillögu og sama var með Náttúrufræðistofnun þar sem þeir lögðu áherslu að það sé gerður varðveislu- eða lánssamningur um gripinn. Það kom fram hjá Náttúrufræðistofnun að það er þeirra mat að geymsluaðstaða beinanna á Húsavík sé fullnægjandi miðað við það sem þeir sjá. Síðan aftur á móti hvað varðar Náttúruminjasafn Íslands þá lögðust þeir gegn áformunum um flutning, í það minnsta að það verði beðið með það þangað til liggur fyrir með skýrum hætti hvort Náttúruminjasafnið fái aðstöðu til að hafa gripinn til sýnis á höfuðborgarsvæðinu. Það voru því þrír sem gáfu þessa umsögn og einn lagðist gegn niðurstöðunni en hinir ekki,“ segir Illugi.Vill flytja beinin aftur suður „Ég hef aftur á móti sagt það á þinginu og annars staðar að ég tel rétt að standa þannig að málum að þegar verður byggt alvöru safn yfir Náttúruminjasafnið verði hugað að því að flytja gripinn aftur til baka og afsteypa gerð til að hafa fyrir norðan. Þetta er vinnulagið í málinu.“ Aðspurður hvers vegna forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands hefði ekki fengið upplýsingar um að flytja ætti beinagrindina á Húsavík svarar Illugi: „Náttúruminjasafnið fékk bréf frá okkur og svaraði því. Það lá alveg fyrir að það yrði tekin ákvörðun í málinu en það var ekki gert fyrr en það var búið að fá umsagnir frá Náttúruminjastofnun, Náttúrufræðistofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þegar þær lágu fyrir var tekin ákvörðun en það var ekkert sérstaklega tilkynnt að sú ákvörðun yrði tekin þennan eða hinn daginn. Það liggur í hlutarins eðli að þegar búið að kalla eftir umsögnunum um mál þá er tekin ákvörðun á grundvelli þeirra umsagna með hliðsjón af þeim.“
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira