Jólavenjur Íslendinga: Fleiri á jólahlaðborð en í kirkju Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2015 07:38 56 prósent fer á jólahlaðborð og 46 prósent á tónleika. Langflestir Íslendingar gáfu jólagjafir á nýliðnum jólum, eða 98 prósent. Sú tala hefur ekki haggast frá árinu 2010. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Capacent þar sem jólavenjur Íslendinga voru kannaðar. Þar kemur fram að barnafjölskyldur séu langlíklegastar til að gefa jólagjafir, skreyta, fara á jólaböll og baka en að þær borði þó síður skötu. Fólk sem búi án barna sé þó líklegra til að borða skötuna. Konfektgerð virðist heldur óvinsæl, en um 13 prósent landsmanna býr til konfekt fyrir jól og eru konur þar í meirihluta. Þá eru konur sagðar sjá um flest það sem tengist jólunum - þær eru líklegri en karlar til að sjá um eldamennsku, bakstur, jólaföndur, laufabrauðs- og konfektgerð.30-60 ára líklegri til að skreyta innandyra Rúmlega 92 prósent landsmanna var með jólaseríur eða annað jólaskraut og tæplega 65 prósent með slíkt utandyra. Þá er fólk á aldrinum 30-60 ára líklegra til að skreyta inni en þeir sem yngri eða eldri eru, en fólk 40 ára og eldra er líklegra til að skreyta úti en þeir sem yngri eru. Nær 86 prósent þeirra sem könnunin náði til voru með jólatré. Um 55 prósent með gervitré en nær þriðjungur með lifandi tré. Fólk á aldrinum 40-50 ára er helst með jólatré en yngsti og elsti aldurshópurinn er síst með tré.Konur sjái frekar um eldamennskuna og baksturinnHvað varðar jólamatinn virðist sem íslenskar fjölskyldur hjálpist gjarnan að við eldamennskuna á jólunum því hátt í þrír af hverjum fjórum svarendum segjast sjá um, eða taka þátt í að elda á aðfangadag. Konur eru þó líklegri til að sjá um eldamennskuna en karlar. Fólk á aldrinum 40-60 ára er líklegast til að sjá um eldamennskuna en fólk yngra en 30 ára ílíklegast. Þá er smákökubakstur almennur því nær 63 prósent lesenda sögðust baka smákökur fyrir eða um jólin. Konur eru einnig líklegri til að sjá um baksturinn en karlar, og fólk á aldrinum 30-50 ára er líklegast til að baka.Tæpur helmingur sendir rafræna jólakveðju Ríflega 59 prósent senda jólakort með hefðbundnum hætti. Síðustu tvö ár á undan var hlutfallið um 63 prósent en tveimur árum áður var það nær 74 prósent. Konur eru líklegri til að senda hefðbundin jólakort en karlar, og er fólk líklegra til að senda þau eftir því sem það er eldra. Nær 47 prósent senda jólakveðju rafrænt og fólk á aldrinum 30-40 ára er líklegast til að senda rafræna kveðju. Í fyrra stóð talan í 49 prósentum. Þá fara nær 56 prósent á jólahlaðborð og 46 prósent á tónleika. Það eru fleiri en fara í kirkju því 32 prósent fara í kirkju fyrir eða um jólin. Hlutfallið er svipað og fyrir ári síðan. Konur eru líklegri til aðf ara í kirju og íbúar landsbyggðarinnar líklegri en höfuðborgarbúar. Hátt í 44 prósent landsmanna borða skötu fyrir jólin, en þetta er í fyrsta sinn sem spurt er um þetta atriði. Karlar eru líklegri en konur til að borða skötu og íbúar landsbyggðarinnar líklegri til þess en höfuðborgarbúar. Þrír af hverjum tíu skera út laufabrauð fyrir jólin og 28 svarenda föndra. Þá fer ríflega 27 prósenta svarenda á jólaball. Nær fjórðungur málar piparkökur og sex af hverjum tíu er með aðventukrans. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Langflestir Íslendingar gáfu jólagjafir á nýliðnum jólum, eða 98 prósent. Sú tala hefur ekki haggast frá árinu 2010. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Capacent þar sem jólavenjur Íslendinga voru kannaðar. Þar kemur fram að barnafjölskyldur séu langlíklegastar til að gefa jólagjafir, skreyta, fara á jólaböll og baka en að þær borði þó síður skötu. Fólk sem búi án barna sé þó líklegra til að borða skötuna. Konfektgerð virðist heldur óvinsæl, en um 13 prósent landsmanna býr til konfekt fyrir jól og eru konur þar í meirihluta. Þá eru konur sagðar sjá um flest það sem tengist jólunum - þær eru líklegri en karlar til að sjá um eldamennsku, bakstur, jólaföndur, laufabrauðs- og konfektgerð.30-60 ára líklegri til að skreyta innandyra Rúmlega 92 prósent landsmanna var með jólaseríur eða annað jólaskraut og tæplega 65 prósent með slíkt utandyra. Þá er fólk á aldrinum 30-60 ára líklegra til að skreyta inni en þeir sem yngri eða eldri eru, en fólk 40 ára og eldra er líklegra til að skreyta úti en þeir sem yngri eru. Nær 86 prósent þeirra sem könnunin náði til voru með jólatré. Um 55 prósent með gervitré en nær þriðjungur með lifandi tré. Fólk á aldrinum 40-50 ára er helst með jólatré en yngsti og elsti aldurshópurinn er síst með tré.Konur sjái frekar um eldamennskuna og baksturinnHvað varðar jólamatinn virðist sem íslenskar fjölskyldur hjálpist gjarnan að við eldamennskuna á jólunum því hátt í þrír af hverjum fjórum svarendum segjast sjá um, eða taka þátt í að elda á aðfangadag. Konur eru þó líklegri til að sjá um eldamennskuna en karlar. Fólk á aldrinum 40-60 ára er líklegast til að sjá um eldamennskuna en fólk yngra en 30 ára ílíklegast. Þá er smákökubakstur almennur því nær 63 prósent lesenda sögðust baka smákökur fyrir eða um jólin. Konur eru einnig líklegri til að sjá um baksturinn en karlar, og fólk á aldrinum 30-50 ára er líklegast til að baka.Tæpur helmingur sendir rafræna jólakveðju Ríflega 59 prósent senda jólakort með hefðbundnum hætti. Síðustu tvö ár á undan var hlutfallið um 63 prósent en tveimur árum áður var það nær 74 prósent. Konur eru líklegri til að senda hefðbundin jólakort en karlar, og er fólk líklegra til að senda þau eftir því sem það er eldra. Nær 47 prósent senda jólakveðju rafrænt og fólk á aldrinum 30-40 ára er líklegast til að senda rafræna kveðju. Í fyrra stóð talan í 49 prósentum. Þá fara nær 56 prósent á jólahlaðborð og 46 prósent á tónleika. Það eru fleiri en fara í kirkju því 32 prósent fara í kirkju fyrir eða um jólin. Hlutfallið er svipað og fyrir ári síðan. Konur eru líklegri til aðf ara í kirju og íbúar landsbyggðarinnar líklegri en höfuðborgarbúar. Hátt í 44 prósent landsmanna borða skötu fyrir jólin, en þetta er í fyrsta sinn sem spurt er um þetta atriði. Karlar eru líklegri en konur til að borða skötu og íbúar landsbyggðarinnar líklegri til þess en höfuðborgarbúar. Þrír af hverjum tíu skera út laufabrauð fyrir jólin og 28 svarenda föndra. Þá fer ríflega 27 prósenta svarenda á jólaball. Nær fjórðungur málar piparkökur og sex af hverjum tíu er með aðventukrans.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira