Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni.
Níu lög verða á plötunni, þar á meðal Stonemikler, Lionsong, Atom Dance og Quicksand.
Upptökustjórar verða Arca, sem hefur unnið með Kanye West og FKA Twigs, og The Haxan Cloak.
Skilaboðin frá Björk á Facebook-síðu hennar.Sex af lögunum á plötunni samdi Björk ein, tvö með Arca og eitt með John Flynn. Söngkonan annaðist sjálf strengjaútsetningar.
Björk gaf síðast út Biophiliu árið 2011 með tilheyrandi appi sem vakti mikla athygli.