Wayne Rooney fór á kostum fyrir Manchester United í gær þegar liðið vann West Ham, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann skoraði eitt af mörkum ársins eftir sjö mínútna leik.
„Þetta var alveg magnað mark. Maður verður bara að dást að hæfileikum hans. Hann horfði ekki einu sinni upp,“ sagði Sam Allardyce, knattspyrnstjóri West Ham, sem vill þó meina að markið hefði ekki átt að standa.
„Ef þið horfið á þetta aftur er Rooney líklega brotlegur. Hann ýtir James Tomkins frá en það er erfitt fyrir dómarann að sjá það.“
„Hann hindrar Tomkins í að skalla boltann. Aðstoðardómarinn á að sjá þetta en svona gerast hlutirnir. Það voru nokkrir dómar sem féllu ekki með okkur í leiknum,“ sagði Sam Allardyce
Allardyce: Markið hans Rooney átti ekki að standa

Tengdar fréttir

Flottara en markið hans Beckhams, Wayne? "Auðvitað!"
Wayne Rooney var eðlilega hæstánægður með markið magnaða sem hann skoraði fyrir Manchester United gegn West Ham í dag.

Rooney með eitt af mörkum ársins í sigri United | Myndband
Manchester United vann West Ham, 2-0, í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.