Meta-Moyes kveður Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2014 06:00 Stjóratíð Davids Moyes hefur verið skelfileg Fréttablaðið/Getty Manchester United tilkynnti snemma í gær það sem virtist vera orðið nokkuð augljóst á mánudaginn: David Moyes hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins eftir tæpt ár í starfi en hann tók formlega við 1. júní á síðasta ári. Stjóratíð hans hefur verið hörmung nánast frá fyrsta degi til þess síðasta en liðið endar tímabilið án titils og fyrir utan Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn í 24 ár. Það var kannski við hæfi að hann skildi missa starfið eftir tap gegn Everton, liðinu sem hann kom aftur til vegs og virðingar. Enginn stjóri hjá Manchester United hefur enst í styttri tíma en David Moyes en hann var aðeins 10 mánuði í starfi. Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl en þá stýrði Walter Crickmer United í 43 leikjum, sex leikjum færri en Moyes. Vandræði Moyes hófust strax síðasta sumar þegar ekkert gekk á félagaskiptamarkaðnum. Sama hvað United reyndi þá vildi engin stjarna koma til félagsins. Nánast frá fyrsta leik til hins síðasta hafa stuðningsmenn Manchester United meira og minna verið efins um hæfni Moyes en það virtist spila verr og verr með hverjum leiknum. Skotinn virtist alveg ráðalaus. Moyes er búinn að slá hvert metið sem enginn stjóri United vill eiga á fætur öðru. Lið sem höfðu ekki unnið á Old Trafford í áratugi mættu og unnu tiltölulega auðvelda sigra og þá gat United-liðið varla fengið stig spilaði það á móti liði fyrir ofan sig í töflunni. Talað var um að Moyes ætti að fá tíma til að byggja upp og því líkt við þegar Sir Alex Ferguson tók við félaginu árið 1986. En þetta er ekki samanburðarhæft. Ferguson tók við liði sem hafði spilað undir getu í mörg ár og glímdi við allskonar vandamál. David Moyes tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Í nútímanum, þegar peningar skipta jafnmiklu máli og raun ber vitni í fótboltanum, verður engin 26 ára þolinmæði sama þó félag haldi það hafi fundið nýjan Messías. Félag á hlutabréfamarkaði sem treystir á Meistaradeild, keppni sem það verður ekki í á næsta ári, getur ekki beðið eftir að vont verði skárra. Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45 Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Manchester United tilkynnti snemma í gær það sem virtist vera orðið nokkuð augljóst á mánudaginn: David Moyes hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins eftir tæpt ár í starfi en hann tók formlega við 1. júní á síðasta ári. Stjóratíð hans hefur verið hörmung nánast frá fyrsta degi til þess síðasta en liðið endar tímabilið án titils og fyrir utan Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn í 24 ár. Það var kannski við hæfi að hann skildi missa starfið eftir tap gegn Everton, liðinu sem hann kom aftur til vegs og virðingar. Enginn stjóri hjá Manchester United hefur enst í styttri tíma en David Moyes en hann var aðeins 10 mánuði í starfi. Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl en þá stýrði Walter Crickmer United í 43 leikjum, sex leikjum færri en Moyes. Vandræði Moyes hófust strax síðasta sumar þegar ekkert gekk á félagaskiptamarkaðnum. Sama hvað United reyndi þá vildi engin stjarna koma til félagsins. Nánast frá fyrsta leik til hins síðasta hafa stuðningsmenn Manchester United meira og minna verið efins um hæfni Moyes en það virtist spila verr og verr með hverjum leiknum. Skotinn virtist alveg ráðalaus. Moyes er búinn að slá hvert metið sem enginn stjóri United vill eiga á fætur öðru. Lið sem höfðu ekki unnið á Old Trafford í áratugi mættu og unnu tiltölulega auðvelda sigra og þá gat United-liðið varla fengið stig spilaði það á móti liði fyrir ofan sig í töflunni. Talað var um að Moyes ætti að fá tíma til að byggja upp og því líkt við þegar Sir Alex Ferguson tók við félaginu árið 1986. En þetta er ekki samanburðarhæft. Ferguson tók við liði sem hafði spilað undir getu í mörg ár og glímdi við allskonar vandamál. David Moyes tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Í nútímanum, þegar peningar skipta jafnmiklu máli og raun ber vitni í fótboltanum, verður engin 26 ára þolinmæði sama þó félag haldi það hafi fundið nýjan Messías. Félag á hlutabréfamarkaði sem treystir á Meistaradeild, keppni sem það verður ekki í á næsta ári, getur ekki beðið eftir að vont verði skárra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45 Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20
Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45
Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34
Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45
Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30
Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00