
Klinsmann ekki búinn að útiloka Altidore

Altidore tognaði aftan í læri snemma leiks gegn Gana í fyrrakvöld en Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður fyrir hann í 2-1 sigri þeirra bandarísku.
Altidore fór í segulómskoðun í gær, rétt eins og Matt Besler sem einnig var tekinn af velli vegna meiðsla. Klinsmann sagði að Besler yrði klár í slaginn þegar Bandaríkin mætir Portúgal á sunnudag en sagði að það væri meiri óvissa með meiðsli Altidore.
„Við verðum að sjá til hvernig hann bregst við næstu daga. Við erum enn vongóðir um að hann geti spilað meira með okkur í þessu móti,“ sagði Klinsmann við fjölmiðla í gær.
„Læknar og sjúkraþjálfarar liðsins hafa staðið sig frábærlega og við getum enn leyft okkur að vera vongóðir. En tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist.“
„Það er auðvitað ferlegt að missa Jozy en við ætlum að gera það besta úr aðstæðum. Við ætlum að fá hann til baka áður en mótið klárast.“
Tengdar fréttir

Altidore eyðilagður vegna meiðslanna
Óvíst er hvort að Jozy Altidore geti spilað meira með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu.

Var rangt að skilja Donovan eftir heima?
Pistlahöfundur vefsíðunnar Goal.com telur að Landon Donovan sé betur til þess að leysa Jozy Altidore af hólmi en Aron Jóhannsson.

Fólkið í Mobile söng nafn Arons á barnum
Það var ekki bara fagnað í Grafarvogi er Aron Jóhannsson spilaði á HM í gær. Fólk í fæðingarbæ hans í Bandaríkjunum fagnaði líka gríðarlega.

Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana
Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu.

Howard hrósaði Aroni í hástert
Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.

Sjáðu Aron koma inn á gegn Gana á HM
Sá stórviðburður átti sér stað í kvöld að Íslendingur tók þátt á heimsmeistaramóti í knattspyrnu.

Fjölskylda Arons á leið til Brasilíu
Ásgeir Jóhannsson átti erfitt með að hemja sig þegar bróðir hans, Aron, kom inn á sem varamaður snemma leiks í liði Bandaríkjanna gegn Gana á HM í Brasilíu í fyrrakvöld.

Aron stoltur af bandaríska liðinu
Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær.