Gary Neville vill að Moyes fá meiri tíma

Neville tjáði sig um stjóramál Manchester United í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í kvöld. Moyes tók við meistaraliði United af Sir Alex Ferguson í sumar en gengið hefur verið afar dapurt.
„Ég trúi því staðfastlega að ef þú gefur manni sex ára samning þá á hann skilið tíma og tækifæri til að búa til sitt lið," sagði Gary Neville en hann er á því að United ekki að fylgja straumnum í fótboltaheiminum þar sem knattspyrnustjórum er fórnað þegar illa gengur.
„Það er algjör geðveiki í gangi í fótboltaheiminum í dag þar sem meðalknattspyrnustjórinn er rekinn á tólf mánaða fresti," sagði Neville.
Manchester United vili hvorki neita eða staðfesta fréttir af hugsanlegum brottrekstri Moyes en allt bendir til þess að hann þurfi að taka pokann sinn á morgun.
Tengdar fréttir

Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár
Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið.

Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband
Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park.

Enskir miðlar: Moyes verður rekinn frá Manchester United
Enskir fjölmiðlar hafa slegið því upp í dag að David Moyes verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United en það hefur gengið skelfilega á fyrsta ári hans á Old Trafford.

Liverpool með fleiri mörk í fyrri hálfleik heldur en United í heildina
Liverpool skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikur liðanna stendur nú yfir á Carrow Road í Norwich og með sigri nær Liverpool fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum
Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Moyes á von á erfiðum leik
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, verður í sviðsljósinu um helgina þegar lærisveinar hans mæta Everton á Goodison Park. Leikurinn verður fyrsti leikur Moyes á Goodison sem stjóri Manchester United.