Enskir miðlar: Moyes verður rekinn frá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2014 13:40 David Moyes. Vísir/Getty Enskir fjölmiðlar hafa slegið því upp í dag að David Moyes verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United en það hefur gengið skelfilega á fyrsta ári hans á Old Trafford. Manchester United tapaði sínum ellefta deildarleik á tímabilinu í gær og hefur aðeins náð í 6 af 36 mögulegum stigum á móti sex efstu liðum deildarinnar. Moyes hefur ekki lengur trú leikmanna í klefanum og stjórnin hefur gefist upp á honum líka samkvæmt nýjustu fréttum. United-liðið situr nú í sjöunda sæti og á ekki lengur tölfræðilega möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti en næsta tímabil verður þar með það fyrsta í 19 ár þar sem Manchester United verður ekki í Meistaradeildinni. Í mörgum enskum miðlum er greint frá því að tapið á móti Everton í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá Glazer-fjölskyldunni. Knattspyrnustjóri United eigi að fá 200 milljónir punda í nýja leikmenn í sumar og að Glazer-fjölskyldan treysti hreinlega ekki Moyes fyrir þessum mikla peningi. Manchester United hefur farið frá því að vinna Englandsmeistaratitilinn með 11 stigum á síðasta ári Sir Alex Ferguson á Old Trafford í versta árangur félagsins frá 1990. Ekkert hefur heldur gengið hjá félaginu í öðrum keppnum. David Moyes fékk sex ára samning þegar hann tók við liði Manchester United síðasta sumar en uppsagnarákvæði gefur United færi á að þurfa ekki að borga upp allan samninginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið. 20. apríl 2014 17:18 Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park. 20. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa slegið því upp í dag að David Moyes verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United en það hefur gengið skelfilega á fyrsta ári hans á Old Trafford. Manchester United tapaði sínum ellefta deildarleik á tímabilinu í gær og hefur aðeins náð í 6 af 36 mögulegum stigum á móti sex efstu liðum deildarinnar. Moyes hefur ekki lengur trú leikmanna í klefanum og stjórnin hefur gefist upp á honum líka samkvæmt nýjustu fréttum. United-liðið situr nú í sjöunda sæti og á ekki lengur tölfræðilega möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti en næsta tímabil verður þar með það fyrsta í 19 ár þar sem Manchester United verður ekki í Meistaradeildinni. Í mörgum enskum miðlum er greint frá því að tapið á móti Everton í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá Glazer-fjölskyldunni. Knattspyrnustjóri United eigi að fá 200 milljónir punda í nýja leikmenn í sumar og að Glazer-fjölskyldan treysti hreinlega ekki Moyes fyrir þessum mikla peningi. Manchester United hefur farið frá því að vinna Englandsmeistaratitilinn með 11 stigum á síðasta ári Sir Alex Ferguson á Old Trafford í versta árangur félagsins frá 1990. Ekkert hefur heldur gengið hjá félaginu í öðrum keppnum. David Moyes fékk sex ára samning þegar hann tók við liði Manchester United síðasta sumar en uppsagnarákvæði gefur United færi á að þurfa ekki að borga upp allan samninginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið. 20. apríl 2014 17:18 Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park. 20. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Everton með fullt hús á móti Man. United í fyrsta sinn í 44 ár Roberto Martinez heldur áfram að gera frábæra hluti með Everton-liðið í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði liðinu afreki sem hafði ekki gerst í 44 ár eða síðan 1969-70 tímabilið. 20. apríl 2014 17:18
Everton vann Man. United og fylgir Arsenal sem skugginn - myndband Everton vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í endurkomu David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins, á Goodison Park. 20. apríl 2014 14:30
Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00