Allt um brúðkaup Georges Clooney Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 13:00 George og Amal. vísir/getty Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira
Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira