Allt um brúðkaup Georges Clooney Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 13:00 George og Amal. vísir/getty Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira