Fellur 21 árs gamalt heimsmet í hástökki í Róm í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:45 Ólympíumeistarinn Ivan Ukohv er búinn að stökkva 2,41 metra utanhúss á árinu. Vísir/getty Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira