Ji-sung Park, fjórfaldur Englandsmeistari með Manchester United og fyrrum fyrirliði fótboltalandsliðs Suður-Kóreu hefur ákveðið að setja takkaskóna upp á hillu.
Park er sigursælasti knattspyrnumaður Asíu fyrr og síðar og varð ennfremur fyrstu Asíubúinn til að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Ji-sung Park fékk stórt hlutverk í United mörg ár enda var knattspyrnustjórinn Alex Ferguson hrifinn af vinnusemi og ósérhlífni hans inn á vellinum. Hann lék í sjö ár í búningi United og vann ellefu titla með félaginu.
„Ég grét ekki yfir þessu í gær og mun ekki gera það heldur í dag. Ég yfirgef fótboltann án eftirsjár," sagði Ji-sung Park. Það eru langvinn hnémeiðsli sem eru aðalástæðan fyrir því að Park hættir í fótbolta "bara" 33 ára gamall.
Ji-sung Park fór frá Manchester United árið 2012 og samdi við Queen's Park Rangers. Hann var síðan á láni hjá PSV Eindhoven en spilaði lítið síðustu tvö tímabilin sín vegna meiðsla.
Takkaskórnir hans Ji-sung Park upp á hillu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti