Óvissa um starfsemi Aflsins á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 29. desember 2014 08:00 Stígamót og Aflið eru systursamtök. Aflið sinnir þjónustu á öllu Norðurlandi. fréttablaðið/Daníel Starfsemi Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Akureyri, er stefnt í voða fái félagið ekki fjármagn til reksturs ársins 2015. Aflið sinnir þjónustu fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra á öllu Norðurlandi. Anna María Hjálmarsdóttir, formaður Aflsins, segir starfsemina í mikilli óvissu. Samtökin hafi ekki verið á fjárlögum líkt og Stígamót og þurfi þar af leiðandi að reiða sig á styrki frá ári til árs. Einnig er samningur við Akureyrarbæ laus nú um áramótin og viðræður hafa ekki farið fram um framlengingu á þeim samningi. „Aflið hefur á þessu ári sinnt um eitt þúsund einkaviðtölum við þolendur kynferðisofbeldis og þörfin á svæðinu er mjög brýn. Svo virðist sem það fjölgi alltaf skjólstæðingum okkar. Við erum með sólarhringsþjónustu fyrir þolendur og höfum svo verið með sjálfshjálparhópa. Óvíst er að þessi vinna verði af sama krafti ef ekki kemur fé til rekstursins,“ segir Anna María. Aflið er systursamtök Stígamóta en býr við það að vera ekki á fjárlögum líkt og Stígamót. Það rekstrarfé sem Aflið fær er aðeins brot af því sem Stígamót fá árlega til að sinna verki sínu. „Það er einhvern veginn auðveldara að ná í fjármagn nálægt höfuðborginni, maður sér það í þessu sem og öðru. Auðvitað væri það mun betra fyrir okkur að fá einnig að vera á fjárlögum og vita í hvað stefnir,“ segir Anna María. Rekstur Aflsins á þessu ári verður undir fimm milljónum króna. Telur Anna María að ef vel ætti að vera ætti rekstrarfé að vera í kringum 15-20 milljónir. „Rekstur okkar er erfiður um þessar mundir, Við höfum á þessu ári tæplega fimm milljónir úr að spila og nýtum fjármagnið sem best. En ef við fáum ekki fjármagn á árinu 2015 þá dvínar starfsemin.“ Sigríður Huld Jónsdóttir, formaður félagsmálaráðs Akureyrar, segir það fullan vilja bæjaryfirvalda að Aflið haldi áfram starfsemi sinni. Akureyrarbær hafi hingað til veitt samtökunum húsnæði að kostnaðarlausu og ekki sé á döfinni að breyta því. „Hins vegar er það umhugsunarvert hvers vegna Aflið er ekki á fjárlögum líkt og Stígamót í Reykjavík,“ segir Sigríður Huld. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Starfsemi Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Akureyri, er stefnt í voða fái félagið ekki fjármagn til reksturs ársins 2015. Aflið sinnir þjónustu fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra á öllu Norðurlandi. Anna María Hjálmarsdóttir, formaður Aflsins, segir starfsemina í mikilli óvissu. Samtökin hafi ekki verið á fjárlögum líkt og Stígamót og þurfi þar af leiðandi að reiða sig á styrki frá ári til árs. Einnig er samningur við Akureyrarbæ laus nú um áramótin og viðræður hafa ekki farið fram um framlengingu á þeim samningi. „Aflið hefur á þessu ári sinnt um eitt þúsund einkaviðtölum við þolendur kynferðisofbeldis og þörfin á svæðinu er mjög brýn. Svo virðist sem það fjölgi alltaf skjólstæðingum okkar. Við erum með sólarhringsþjónustu fyrir þolendur og höfum svo verið með sjálfshjálparhópa. Óvíst er að þessi vinna verði af sama krafti ef ekki kemur fé til rekstursins,“ segir Anna María. Aflið er systursamtök Stígamóta en býr við það að vera ekki á fjárlögum líkt og Stígamót. Það rekstrarfé sem Aflið fær er aðeins brot af því sem Stígamót fá árlega til að sinna verki sínu. „Það er einhvern veginn auðveldara að ná í fjármagn nálægt höfuðborginni, maður sér það í þessu sem og öðru. Auðvitað væri það mun betra fyrir okkur að fá einnig að vera á fjárlögum og vita í hvað stefnir,“ segir Anna María. Rekstur Aflsins á þessu ári verður undir fimm milljónum króna. Telur Anna María að ef vel ætti að vera ætti rekstrarfé að vera í kringum 15-20 milljónir. „Rekstur okkar er erfiður um þessar mundir, Við höfum á þessu ári tæplega fimm milljónir úr að spila og nýtum fjármagnið sem best. En ef við fáum ekki fjármagn á árinu 2015 þá dvínar starfsemin.“ Sigríður Huld Jónsdóttir, formaður félagsmálaráðs Akureyrar, segir það fullan vilja bæjaryfirvalda að Aflið haldi áfram starfsemi sinni. Akureyrarbær hafi hingað til veitt samtökunum húsnæði að kostnaðarlausu og ekki sé á döfinni að breyta því. „Hins vegar er það umhugsunarvert hvers vegna Aflið er ekki á fjárlögum líkt og Stígamót í Reykjavík,“ segir Sigríður Huld.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira