Kaleo gerir samning við Atlantic Records Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Hljómsveitin Kaleo skrifar undir samning við tvö risafyrirtæki í Bandaríkjunum. mynd/Baldvin Vernharðsson „Kaleo hefur skrifað undir plötusamning við Atlantic Records um að tónlist hljómsveitarinnar verði gefin út á heimsvísu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Bruce Kalmick, sem er nýr umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. Þá hefur hljómsveitin einnig skrifað undir svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music, sem þýðir að fyrirtækið sér um að koma tónlist Kaleo að í kvikmyndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og svo framvegis. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að semja við eins sögufrægt fyrirtæki og Atlantic Records. Við erum samt með báða fætur á jörðinni og verðum bara að bíða og sjá hvað þetta leiðir af sér. Þetta er mjög spennandi tækifæri og við hlökkum mikið til þess að taka á við þetta,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og stefnir allt í að athyglin aukist til mikilla muna á næstunni, sérstaklega ef marka má umboðsmanninn. „Ég fékk tónlistina þeirra senda í júlí og heillaðist strax af henni og hljómnum þeirra. Eftir nokkur Skype-símtöl ákvað ég að fljúga til Íslands í september, til þess að sjá þá spila á tónleikum og kynnast þeim. Ég var gjörsamlega heillaður af hæfileikum þeirra,“ útskýrir Kalmick. Það voru þó ekki eingöngu tónlistarhæfileikar piltanna sem heilluðu nýja umboðsmanninn. „Ég heillaðist líka af þeim sem manneskjum. Þeir hafa á skömmum tíma orðið hluti af fjölskyldunni minni. Fyrir mig og mitt fyrirtæki, koma hæfileikar og fara, en svona góðar manneskjur eins og þeir eru, gera bransann skemmtilegri fyrir okkur,“ segir Kalmick. Hann starfar fyrir umboðsskrifstofuna Triple 8 Management í Bandaríkjunum og hefur verið umboðsmaður Kaleo síðan 8. október síðastliðinn. „Áhuginn frá stóru plötufyrirtækjunum kom í ljós fljótlega eftir að lagið All the Pretty Girls komst á Viral-topp 50 listann í Bandaríkjunum. Þetta er í raun hlutfall deilinga við hlustanir,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, fyrrverandi umboðsmaður sveitarinnar. „Við vorum í viðræðum við sirka tíu erlenda umboðsmenn en þegar við hittum Bruce vorum við vissir um að hann væri sá rétti. Bruce var fljótur að taka þetta á næsta stig og talaði við toppana hjá stærstu fyrirtækjunum,“ bætir Sindri við og segir að mörg stór erlend plötufyrirtæki hafi verið á eftir strákunum. Kalmick efast ekki um að Kaleo eigi eftir að ná langt á heimsvísu. „Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveitin á eftir að verða ein þekktasta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr,“ segir hann ákveðinn í bragði. Fyrsta smáskífulag Kaleo kemur út í Bandaríkjunum í mars næstkomandi.Þekkt nöfn hjá Atlantic Records: Ray Charles Rolling Stones Led Zeppelin Bruno Mars Genesis Ed Sheeran Coldplay Phil Collins Stone Temple Pilots Svo nokkur nöfn séu nefnd en ótrúlegur fjöldi þekktra listamanna er á eða hafa verið með samning við Atlantic Records. Atlantic Records er dótturfyrirtæki Warner Music Group.Þekkt nöfn hjá Warner/Chappell Beyonce Dr. Dre Eric Clapton George Michael Jay Z Michael Bublé Madonna Muse Radiohead Slash Kaleo Tónlist Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Kaleo hefur skrifað undir plötusamning við Atlantic Records um að tónlist hljómsveitarinnar verði gefin út á heimsvísu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Bruce Kalmick, sem er nýr umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. Þá hefur hljómsveitin einnig skrifað undir svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music, sem þýðir að fyrirtækið sér um að koma tónlist Kaleo að í kvikmyndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og svo framvegis. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að semja við eins sögufrægt fyrirtæki og Atlantic Records. Við erum samt með báða fætur á jörðinni og verðum bara að bíða og sjá hvað þetta leiðir af sér. Þetta er mjög spennandi tækifæri og við hlökkum mikið til þess að taka á við þetta,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og stefnir allt í að athyglin aukist til mikilla muna á næstunni, sérstaklega ef marka má umboðsmanninn. „Ég fékk tónlistina þeirra senda í júlí og heillaðist strax af henni og hljómnum þeirra. Eftir nokkur Skype-símtöl ákvað ég að fljúga til Íslands í september, til þess að sjá þá spila á tónleikum og kynnast þeim. Ég var gjörsamlega heillaður af hæfileikum þeirra,“ útskýrir Kalmick. Það voru þó ekki eingöngu tónlistarhæfileikar piltanna sem heilluðu nýja umboðsmanninn. „Ég heillaðist líka af þeim sem manneskjum. Þeir hafa á skömmum tíma orðið hluti af fjölskyldunni minni. Fyrir mig og mitt fyrirtæki, koma hæfileikar og fara, en svona góðar manneskjur eins og þeir eru, gera bransann skemmtilegri fyrir okkur,“ segir Kalmick. Hann starfar fyrir umboðsskrifstofuna Triple 8 Management í Bandaríkjunum og hefur verið umboðsmaður Kaleo síðan 8. október síðastliðinn. „Áhuginn frá stóru plötufyrirtækjunum kom í ljós fljótlega eftir að lagið All the Pretty Girls komst á Viral-topp 50 listann í Bandaríkjunum. Þetta er í raun hlutfall deilinga við hlustanir,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, fyrrverandi umboðsmaður sveitarinnar. „Við vorum í viðræðum við sirka tíu erlenda umboðsmenn en þegar við hittum Bruce vorum við vissir um að hann væri sá rétti. Bruce var fljótur að taka þetta á næsta stig og talaði við toppana hjá stærstu fyrirtækjunum,“ bætir Sindri við og segir að mörg stór erlend plötufyrirtæki hafi verið á eftir strákunum. Kalmick efast ekki um að Kaleo eigi eftir að ná langt á heimsvísu. „Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveitin á eftir að verða ein þekktasta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr,“ segir hann ákveðinn í bragði. Fyrsta smáskífulag Kaleo kemur út í Bandaríkjunum í mars næstkomandi.Þekkt nöfn hjá Atlantic Records: Ray Charles Rolling Stones Led Zeppelin Bruno Mars Genesis Ed Sheeran Coldplay Phil Collins Stone Temple Pilots Svo nokkur nöfn séu nefnd en ótrúlegur fjöldi þekktra listamanna er á eða hafa verið með samning við Atlantic Records. Atlantic Records er dótturfyrirtæki Warner Music Group.Þekkt nöfn hjá Warner/Chappell Beyonce Dr. Dre Eric Clapton George Michael Jay Z Michael Bublé Madonna Muse Radiohead Slash
Kaleo Tónlist Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira