Megas og vinir flytja hinar umdeildu Jesúrímur Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 09:00 Hörður Bragason, organisti segir rímurnar þykja enn ófínar á köflum. Vísir/pjetur Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, teiknara og myndlistarmann, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttir á Kexi Hosteli á föstudaginn. „Megas samdi tónlistina við Jesúrímur árið 1973,“ segir Hörður Bragason organisti sem leiðir Sauðrekana. „Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“Megas samdi tónlist við rímurnar á sínum tíma.Vísir/valliHörður segir vísurnar hafa verið umdeildar á sínum tíma. „Sumum þykja þær enn þá pínulítið ófínar og allt að því dónalegar á köflum, en þetta er mjög skemmtilegur skáldskapur í gömlum rímnastíl,“ segir hann, en þær hafa aldrei verið gefnar út opinberlega. „Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.- Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, teiknara og myndlistarmann, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttir á Kexi Hosteli á föstudaginn. „Megas samdi tónlistina við Jesúrímur árið 1973,“ segir Hörður Bragason organisti sem leiðir Sauðrekana. „Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“Megas samdi tónlist við rímurnar á sínum tíma.Vísir/valliHörður segir vísurnar hafa verið umdeildar á sínum tíma. „Sumum þykja þær enn þá pínulítið ófínar og allt að því dónalegar á köflum, en þetta er mjög skemmtilegur skáldskapur í gömlum rímnastíl,“ segir hann, en þær hafa aldrei verið gefnar út opinberlega. „Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.-
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira