Plötusnúður á uppleið spilar á Sónar-hátíðinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. desember 2014 08:30 Hemsworth framleiðir takta fyrir hina nýju bylgju rappara. nordicphotos/getty Kanadíski plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heiminum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefðbundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evróputúr Hemsworth að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíðinni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftónlistaráhugamönnum á landinu til mikillar gleði. Sónar Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Kanadíski plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heiminum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefðbundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evróputúr Hemsworth að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíðinni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftónlistaráhugamönnum á landinu til mikillar gleði.
Sónar Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira