„Þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 12:00 Killer Mike hefur látið mikið til sín heyra yfir framferði lögreglu, meðal annars í viðtali við Fox News. nordicphotos/getty Rapparinn og verðandi Íslandsvinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika hans og El-P í St. Louis á þriðjudaginn eftir að tilkynnt var um að lögreglumaðurinn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopnaður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferði lögregluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tvíeykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow‘s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra yfir því hvernig bandaríska lögreglan kemur fram við fólk af öðrum kynþáttum. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Hér fyrir neðan er svo viðtal við Mike á CNN sjónvarpsstöðinni sem tekið var í sumar eftir að Michael Brown var skotinn til bana. Tónlist Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparinn og verðandi Íslandsvinurinn Killer Mike var gráti næst í byrjun tónleika hans og El-P í St. Louis á þriðjudaginn eftir að tilkynnt var um að lögreglumaðurinn Darren Wilson yrði ekki ákærður fyrir að hafa skotið hinn 18 ára Michael Brown til bana. Sá var óvopnaður og ríkir nú mikil reiði þar vestra vegna framferði lögregluyfirvalda. „Í kvöld var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég heyrði úrskurð dómarans,“ sagði Mike, sem myndar tvíeykið Run the Jewels ásamt rapparanum og taktsmiðnum El-P. „Þið spörkuðuð í mig í dag af því að ég á syni sem eru 20 ára og 12 ára, og ég hræðist svo innilega fyrir þeirra hönd.“ Mike, sem mun troða upp með El-P á All Tomorrow‘s Parties í Keflavík í júlí, hefur á seinustu árum látið mikið til sín heyra yfir því hvernig bandaríska lögreglan kemur fram við fólk af öðrum kynþáttum. „Þetta snýst um fátækt, þetta snýst um græðgi og þetta snýst um stríðsvél. Þetta snýst um stríðsvél sem notar ykkur. Ef ég dey á morgun eða hinn, þá vil ég aðeins að þið vitið að þetta snýst um okkur gegn helvítis vélinni!“ Hér fyrir neðan er svo viðtal við Mike á CNN sjónvarpsstöðinni sem tekið var í sumar eftir að Michael Brown var skotinn til bana.
Tónlist Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira