Eitthvað einstakt við systur Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 00:01 Anna mun flytja heilt tökulið til landsins. mynd/malin sydne „Það er eitthvað einstakt við systur, maður elskar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can't Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr böndunum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivélinni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í myndinni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Hægt er að senda henni fyrirspurnir á casting@kusk.is. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í janúar en hún heldur einmitt úti söfnun á Karolina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það er eitthvað einstakt við systur, maður elskar þær út yfir endimörk alheimsins en svo geta samskiptin líka farið í klessu. Síðan aftur á móti fyrirgefst allt og mig langaði að skoða það,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem undirbýr nú stuttmyndina I Can't Be Seen Like This sem hluta af meistaranámi sínu í kvikmyndagerð við NYU, New York-háskóla. „Kveikjan að þessu var slys sem ég lenti í þegar ég var átta ára – hárið á mér festist í hrærivélinni og rifnaði af,“ segir Anna en myndin fjallar um tvær ungar systur sem ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba síns. Allt fer síðan úr böndunum þegar yngri systirin festir hárið í hrærivélinni en atburðurinn afhjúpar bresti í sambandi stelpnanna. Ólafur Darri leikur föðurinn í myndinni en Anna leitar nú að efnilegum leikkonum á aldrinum 8-12 ára til að leika aðalhlutverkin. Hægt er að senda henni fyrirspurnir á casting@kusk.is. Anna mun flytja heilt tökulið til Íslands í janúar en hún heldur einmitt úti söfnun á Karolina Fund fyrir flugmiðum og segir hana ganga vonum framar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira