Upp undir 80 prósent hafa stundað vinnu í veikindum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Þetta fólk beið nýverið eftir því að fá að hitta lækni á læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Könnun BHM leiðir í ljós að yngra fólk er líklegra til að harka af sér veikindi í vinnu en þeir sem eldri eru. Fréttablaðið/Stefán Nærri sex af hverjum tíu undir þrjátíu og fimm ára aldri hafa mætt veikir í vinnu síðastliðna 12 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri kjarakönnun Bandalags háskólamanna (BHM). Þar kemur jafnframt fram að hátt hlutfall aðspurðra, upp undir 80 prósent, hafi annaðhvort mætt í vinnu eða unnið heima, hvort heldur er í eigin veikindum eða veikindum barns. „Einhverra hluta vegna er mjög sterk fylgni við aldur,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, en hún kynnir niðurstöðurnar á morgunverðarfundi BHM um veikindavinnu í dag. Hún segir hins vegar óvíst af hverju líklegra sé að þeir sem yngri eru vinni fremur í veikindum. Mögulega gæti verið um að ræða hærri tíðni veikinda, mismunandi skilgreiningar á því að vera veikur og svo gæti hærri tíðni líka tengst veikindum barna í meira mæli en hjá eldri hópum.Í greiningu á niðurstöðunum kemur hins vegar fram að í sjö aldursflokkum af níu eru konur líklegri til að mæta veikar til vinnu en karlar. Í raun er það bara undir þrítugu þar sem karlar mæta fremur veikir (59 prósent á móti 53 prósentum kvenna) og á aldursbilinu 50 til 54 ára (41 prósent á móti 37 prósentum). Í öðrum aldursflokkum upp að sextugu eru konur að jafnaði umtalsvert líklegri til að mæta veikar. Guðlaug segir samanburð á milli landa dálítið erfiðan því uppbygging vinnumarkaðar kunni að vera ólík eftir löndum. Tölur um mætingu á vinnustað í veikindum virðist þó ekki langt frá því sem gerist að jafnaði í Evrópusambandslöndunum. Þar sé jafnaðartalan um 40 prósent, en er 44,3 prósent í könnun BHM.Guðlaug Kristjánsdóttir„Svo er þetta allt upp í 80 prósent á Norðurlöndunum og það er í rauninni þessi tala sem við fáum þegar horft er á sveigjanlegu vinnuna, að vinna heiman frá sér.“ Að auki segir Guðlaug svo fleiri þætti geta spilað inn í. Til dæmis benti Jónína Waagfjörð, deildarstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, á það á fundi BHM, að dæmi væru um að fyrirtæki greiddu háa bónusa til þeirra sem væru til dæmis undir sex veikindadögum á ári. „Þarna er kominn ákveðinn hvati, því þeir sem fara yfir þessa tölu fá ekkert.“ Í kjarakönnun BHM koma svo fram fleiri áhugaverðir hlutir, að mati Guðlaugar. Þannig megi sjá að þeir sem mæti veikir til vinnu séu að jafnaði óánægðari í starfi en þeir sem ekki geri það. Þá kemur fram að þessi hópur sé að jafnaði óánægðari með laun sín. Um leið kemur fram að þeir sem hafa mannaforráð og þeir sem bera fjárhagslega ábyrgð í vinnu sinni mæti fremur veikir til vinnu. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Nærri sex af hverjum tíu undir þrjátíu og fimm ára aldri hafa mætt veikir í vinnu síðastliðna 12 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri kjarakönnun Bandalags háskólamanna (BHM). Þar kemur jafnframt fram að hátt hlutfall aðspurðra, upp undir 80 prósent, hafi annaðhvort mætt í vinnu eða unnið heima, hvort heldur er í eigin veikindum eða veikindum barns. „Einhverra hluta vegna er mjög sterk fylgni við aldur,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, en hún kynnir niðurstöðurnar á morgunverðarfundi BHM um veikindavinnu í dag. Hún segir hins vegar óvíst af hverju líklegra sé að þeir sem yngri eru vinni fremur í veikindum. Mögulega gæti verið um að ræða hærri tíðni veikinda, mismunandi skilgreiningar á því að vera veikur og svo gæti hærri tíðni líka tengst veikindum barna í meira mæli en hjá eldri hópum.Í greiningu á niðurstöðunum kemur hins vegar fram að í sjö aldursflokkum af níu eru konur líklegri til að mæta veikar til vinnu en karlar. Í raun er það bara undir þrítugu þar sem karlar mæta fremur veikir (59 prósent á móti 53 prósentum kvenna) og á aldursbilinu 50 til 54 ára (41 prósent á móti 37 prósentum). Í öðrum aldursflokkum upp að sextugu eru konur að jafnaði umtalsvert líklegri til að mæta veikar. Guðlaug segir samanburð á milli landa dálítið erfiðan því uppbygging vinnumarkaðar kunni að vera ólík eftir löndum. Tölur um mætingu á vinnustað í veikindum virðist þó ekki langt frá því sem gerist að jafnaði í Evrópusambandslöndunum. Þar sé jafnaðartalan um 40 prósent, en er 44,3 prósent í könnun BHM.Guðlaug Kristjánsdóttir„Svo er þetta allt upp í 80 prósent á Norðurlöndunum og það er í rauninni þessi tala sem við fáum þegar horft er á sveigjanlegu vinnuna, að vinna heiman frá sér.“ Að auki segir Guðlaug svo fleiri þætti geta spilað inn í. Til dæmis benti Jónína Waagfjörð, deildarstjóri hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, á það á fundi BHM, að dæmi væru um að fyrirtæki greiddu háa bónusa til þeirra sem væru til dæmis undir sex veikindadögum á ári. „Þarna er kominn ákveðinn hvati, því þeir sem fara yfir þessa tölu fá ekkert.“ Í kjarakönnun BHM koma svo fram fleiri áhugaverðir hlutir, að mati Guðlaugar. Þannig megi sjá að þeir sem mæti veikir til vinnu séu að jafnaði óánægðari í starfi en þeir sem ekki geri það. Þá kemur fram að þessi hópur sé að jafnaði óánægðari með laun sín. Um leið kemur fram að þeir sem hafa mannaforráð og þeir sem bera fjárhagslega ábyrgð í vinnu sinni mæti fremur veikir til vinnu.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira