Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, felldi í gær jólatré það sem fært verður Færeyingum að gjöf þessi jólin. Borgarstjórinn hlaut viðeigandi hlífðarbúnað og kennslu á vélarnar og felldi að því loknu um tólf metra hátt, hálfrar aldar gamalt, sitkagreni.
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun afhenda Þórshafnarbúum tréð síðar í mánuðinum. Þetta er annað skiptið sem Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur senda Færeyingum tré að gjöf.
Reykjavík gefur Þórshöfn jólatré
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
