Söngdívurnar sigruðu Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 12:30 Kelela heillaði áhorfendur upp úr skónum. Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði. Airwaves Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði.
Airwaves Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira