Idol-söngkona vinsæl í Granada 1. nóvember 2014 13:00 Anna Hlín Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“ Idol Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“
Idol Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira