Rostungshrollvekja Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 13:00 Verðandi rostungur - Justin Long leikur aðalfórnarlambið. Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira