Harðar kjaradeilur í vændum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. september 2014 05:00 Vísir/Daníel Alþýðusamband Íslands telur engan grundvöll fyrir frekara samstarfi við ríkisstjórnina verði fjárlagafrumvarpið að lögum. Yfirlýsingin kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á óvart. „Þetta kemur mér á óvart, sérstaklega í ljósi þess hversu mikill ávinningur er að verða í efnahagslífinu á þessu ári. Við erum að ná mörgum settum markmiðum, halda verðbólgu lágri, skapa ný störf, tryggja aukinn kaupmátt launa og loka fjárlagagatinu. Allt er þetta grundvöllur að bættum kjörum í landinu,“ segir Bjarni. ASÍ segir að félagsmenn aðildarfélaganna verði að búa sig undir harðari deilur við gerð kjarasamninga en verið hafa um áratugaskeið. Launafólk, sér í lagi lágtekjufólk og lífeyrisþegar, hafi á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar og kaupmáttur launa hafi skerst. Á sama tíma hafi verið skorið verulega niður í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu sem leitt hafi til meiri greiðsluþátttöku, minni þjónustu og meira óöryggis. Launþegar eigi því inni þegar rofi til í þjóðfélaginu. „Hjá okkur standa dyrnar ávallt opnar,“ segir Bjarni þegar hann er spurður hvort komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu til að koma til móts við gagnrýni ASÍ. Hann segir að stjórnvöld vilji eiga gott samstarf við launþegahreyfinguna og raunar alla aðila vinnumarkaðarins. „Að sjálfsögðu er það grundvöllur slíks samstarfs að hlusta eftir sjónarmiðum og við munum kynna okkur vel þær áherslur sem launþegahreyfingin vill berjast fyrir. En viljum um leið að menn taki tillit til þess árangurs sem hefur náðst,“ segir Bjarni. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ og telja að samstarf við stjórnvöld megi vera betra. „Við getum tekið að hluta til undir þá gagnarýni að samstarf og samráð á milli aðila vinnumarkaðarins mætti vera betra. Þar má ýmislegt gera til að bæta úr,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur engan grundvöll fyrir frekara samstarfi við ríkisstjórnina verði fjárlagafrumvarpið að lögum. Yfirlýsingin kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á óvart. „Þetta kemur mér á óvart, sérstaklega í ljósi þess hversu mikill ávinningur er að verða í efnahagslífinu á þessu ári. Við erum að ná mörgum settum markmiðum, halda verðbólgu lágri, skapa ný störf, tryggja aukinn kaupmátt launa og loka fjárlagagatinu. Allt er þetta grundvöllur að bættum kjörum í landinu,“ segir Bjarni. ASÍ segir að félagsmenn aðildarfélaganna verði að búa sig undir harðari deilur við gerð kjarasamninga en verið hafa um áratugaskeið. Launafólk, sér í lagi lágtekjufólk og lífeyrisþegar, hafi á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar og kaupmáttur launa hafi skerst. Á sama tíma hafi verið skorið verulega niður í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu sem leitt hafi til meiri greiðsluþátttöku, minni þjónustu og meira óöryggis. Launþegar eigi því inni þegar rofi til í þjóðfélaginu. „Hjá okkur standa dyrnar ávallt opnar,“ segir Bjarni þegar hann er spurður hvort komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu til að koma til móts við gagnrýni ASÍ. Hann segir að stjórnvöld vilji eiga gott samstarf við launþegahreyfinguna og raunar alla aðila vinnumarkaðarins. „Að sjálfsögðu er það grundvöllur slíks samstarfs að hlusta eftir sjónarmiðum og við munum kynna okkur vel þær áherslur sem launþegahreyfingin vill berjast fyrir. En viljum um leið að menn taki tillit til þess árangurs sem hefur náðst,“ segir Bjarni. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ og telja að samstarf við stjórnvöld megi vera betra. „Við getum tekið að hluta til undir þá gagnarýni að samstarf og samráð á milli aðila vinnumarkaðarins mætti vera betra. Þar má ýmislegt gera til að bæta úr,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira