Afar sjaldgæfar upptökur á netið Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 12:00 Liðsmenn Quarashi eru ekkert pirraðir yfir því að upptökur af tónleikum þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi ratað á netið. vísir/daníel „Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“ Eurovision Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“
Eurovision Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira