Afar sjaldgæfar upptökur á netið Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 12:00 Liðsmenn Quarashi eru ekkert pirraðir yfir því að upptökur af tónleikum þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi ratað á netið. vísir/daníel „Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“ Eurovision Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“
Eurovision Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira