Stoppuðu vegna slagsmála Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 12:30 Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út. Vísir/Valli „Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“ Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“
Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55