Ragnar að stinga alla af í stoðsendingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2014 06:00 Fjölnismaðurinn Ragnar Leósson. Vísir/Daníel Ragnar Leósson lagði upp þrjú marka Fjölnisliðsins í sigrinum á Þór í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar og náði fyrir vikið yfirburðaforystu á listanum yfir flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Ragnar er þegar búinn að gefa átta og hefur stimplað sig vel inn í sumar eftir svolítið erfið fyrstu skref í Pepsi-deildinni undanfarin ár. Hann er á 23. aldursári en lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir sjö árum. Ragnar hafði samt mest spilað sjö leiki á einu tímabili í efstu deild fyrir þetta sumar og átti samtals 17 leiki í úrvalsdeild karla fyrir tímabilið í ár. Ragnar hafði enn fremur ekki gefið stoðsendingu í efstu deild fyrir þetta tímabil. Ragnar hefur lagt upp flest mörkin með flottum fyrirgjöfum en aðeins ein af þessum stoðsendingum hans hefur verið gefin innan vítateigs og þá var hann staddur rétt inn fyrir vítateigslínuna. Öll mörkin sem hann hefur lagt upp hafa verið skoruð inni í teig og öll nema eitt fyrir innan vítapunktinn. Ragnar tekur líka mikið af föstu leikatriðunum fyrir Fjölnisliðið þar sem Grafarvogspiltar hafa oft skapað mikla hættu í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins ein stoðsendinga hans hefur þó komið beint úr föstu leikatriði. Hér fyrir neðan má sjá nánar hvaðan stoðsendingarnar hans hafa komið og hvaðan mörkin sem hann hefur lagt upp hafa komið. Ragnar hefur lagt upp flest mörk fyrir bandaríska framherjann Christopher Tsonis eða þrjú en hann hefur átt tvær stoðsendingar á Guðmund Karl Guðmundsson og eina á hvern þeirra Hauks Lárussonar, Gunnars Más Guðmundssonar og Ágústs Arnar Arnarsonar. Ragnar lagði upp fyrsta úrvalsdeildarmarkið fyrir þá Tsonis, Hauk, Guðmund Karl og Ágúst Örn. Ragnar hefur lagt upp fimm marka sinna í síðustu fjórum leikjum Fjölnis en hann gaf ekki sína fyrstu stoðsendingu í sumar fyrr en í 4. umferð. Ragnar hefur þriggja stoðsendinga forskot á þá Arnar Már Björgvinsson (Stjörnunni), Hauk Heiðar Hauksson (KR) og Atla Guðnason (FH) en allir fjórir áttu stoðsendingar í 13. umferðinni. Atli hefur enn fremur lagt upp þrjú síðustu mörk FH í Pepsi-deildinni og Arnar Már er búinn að gefa fjórar stoðsendingar í þremur síðustu leikjum Garðabæjarliðsins. Fjórir leikir í kvöld Næsti leikur Ragnars og Fjölnismanna er á móti Val á Vodafone-vellinum klukkan 19 í kvöld en þá fara einnig fram þrír aðrir leikir: Fylkir-ÍBV (Klukkan 18.00), Þór-Fram (18.00) og Breiðablik-Keflavík (19.15). Leikjum FH og Stjörnunnar var frestað vegna Evrópuleikja þeirra annað kvöld.Flestar stoðsendingar í Pepsi 2014: Ragnar Leósson, Fjölni 8 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 5 Atli Guðnason, FH 5 Haukur Heiðar Hauksson, KR 5 Aron Elís Þrándarson, Víkingi 4 Elías Már Ómarsson, Keflavík 4 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 4 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni 4 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 3 Christopher Paul Tsonis, Fjölni 3 Emil Pálsson, FH 3 Jóhann Helgi Hannesson, Þór Ak. 3 Haukur Lárusson, Fjölni 3 Ólafur Páll Snorrason, FH 3 27 leikmenn eru með tvær stoðsendingar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Ragnar Leósson lagði upp þrjú marka Fjölnisliðsins í sigrinum á Þór í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar og náði fyrir vikið yfirburðaforystu á listanum yfir flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Ragnar er þegar búinn að gefa átta og hefur stimplað sig vel inn í sumar eftir svolítið erfið fyrstu skref í Pepsi-deildinni undanfarin ár. Hann er á 23. aldursári en lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir sjö árum. Ragnar hafði samt mest spilað sjö leiki á einu tímabili í efstu deild fyrir þetta sumar og átti samtals 17 leiki í úrvalsdeild karla fyrir tímabilið í ár. Ragnar hafði enn fremur ekki gefið stoðsendingu í efstu deild fyrir þetta tímabil. Ragnar hefur lagt upp flest mörkin með flottum fyrirgjöfum en aðeins ein af þessum stoðsendingum hans hefur verið gefin innan vítateigs og þá var hann staddur rétt inn fyrir vítateigslínuna. Öll mörkin sem hann hefur lagt upp hafa verið skoruð inni í teig og öll nema eitt fyrir innan vítapunktinn. Ragnar tekur líka mikið af föstu leikatriðunum fyrir Fjölnisliðið þar sem Grafarvogspiltar hafa oft skapað mikla hættu í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins ein stoðsendinga hans hefur þó komið beint úr föstu leikatriði. Hér fyrir neðan má sjá nánar hvaðan stoðsendingarnar hans hafa komið og hvaðan mörkin sem hann hefur lagt upp hafa komið. Ragnar hefur lagt upp flest mörk fyrir bandaríska framherjann Christopher Tsonis eða þrjú en hann hefur átt tvær stoðsendingar á Guðmund Karl Guðmundsson og eina á hvern þeirra Hauks Lárussonar, Gunnars Más Guðmundssonar og Ágústs Arnar Arnarsonar. Ragnar lagði upp fyrsta úrvalsdeildarmarkið fyrir þá Tsonis, Hauk, Guðmund Karl og Ágúst Örn. Ragnar hefur lagt upp fimm marka sinna í síðustu fjórum leikjum Fjölnis en hann gaf ekki sína fyrstu stoðsendingu í sumar fyrr en í 4. umferð. Ragnar hefur þriggja stoðsendinga forskot á þá Arnar Már Björgvinsson (Stjörnunni), Hauk Heiðar Hauksson (KR) og Atla Guðnason (FH) en allir fjórir áttu stoðsendingar í 13. umferðinni. Atli hefur enn fremur lagt upp þrjú síðustu mörk FH í Pepsi-deildinni og Arnar Már er búinn að gefa fjórar stoðsendingar í þremur síðustu leikjum Garðabæjarliðsins. Fjórir leikir í kvöld Næsti leikur Ragnars og Fjölnismanna er á móti Val á Vodafone-vellinum klukkan 19 í kvöld en þá fara einnig fram þrír aðrir leikir: Fylkir-ÍBV (Klukkan 18.00), Þór-Fram (18.00) og Breiðablik-Keflavík (19.15). Leikjum FH og Stjörnunnar var frestað vegna Evrópuleikja þeirra annað kvöld.Flestar stoðsendingar í Pepsi 2014: Ragnar Leósson, Fjölni 8 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 5 Atli Guðnason, FH 5 Haukur Heiðar Hauksson, KR 5 Aron Elís Þrándarson, Víkingi 4 Elías Már Ómarsson, Keflavík 4 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 4 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni 4 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 3 Christopher Paul Tsonis, Fjölni 3 Emil Pálsson, FH 3 Jóhann Helgi Hannesson, Þór Ak. 3 Haukur Lárusson, Fjölni 3 Ólafur Páll Snorrason, FH 3 27 leikmenn eru með tvær stoðsendingar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira