Reyna aftur að sprengja Hörpu upp Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. júní 2014 10:00 Hljómsveitin Dimma ætlar að sprengja talsvert magn af sprengjum á útgáfutónleikunum í kvöld. mynd/Brynjar Snær „Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira