Vildi ólmur taka fyrsta vítið Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Kári fagnar með félögum sínum á Wembley. vísir/getty „Þetta gat ekki endað betur, við fengum á okkur klaufaleg mörk í fyrri hálfleik þar sem við gerðum einföld mistök í vörninni en við náðum að snúa þessu okkur í hag í seinni,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Rotherham United og íslenska landsliðsins, ánægður við Fréttablaðið þegar blaðamaður náði á hann í gær. Alls var 43.401 manns á pöllunum á hinum glæsilega Wembley á sunnudaginn, þar á meðal nánustu ættingjar Kára, og fengu þeir að fagna með sínum manni. „Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa náð að lyfta bikar á Wembley þótt þetta sé neðrideildarbikar. Völlurinn var frábær og umgjörðin í kring um þetta gerði þetta að einstakri lífsreynslu,“ sagði Kári. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem okkar maður fékk ekki að spreyta sig. „Það er algjör skandall að ég var ekki númer eitt að taka vítaspyrnuna. Ég vildi taka fyrsta vítið. Hann setti mig númer sex, hann treysti ekki hafsentinum sínum. Við skulum segja að hann hafi treyst á mig þegar allt var undir,“ sagði Kári léttur.Stærsta stundin á ferlinum Kári vann tvöfalt í Svíþjóð, sænsku úrvalsdeildina og sænska bikarinn, með Djurgården árið 2005 en sigurinn á sunnudaginn var honum sætari. „Þetta var skemmtilegra, það er allt miklu stærra og meira hérna í Englandi og betur fylgst með fótboltanum. Þetta er búið að vera ótrúlega langt tímabil, einhverjir ellefu mánuðir þar sem við spilum eitthvað um sextíu leiki og gott að enda þetta á þennan hátt. Það eru tveir leikir fram undan og svo bíður verðskulduð hvíld. Ég neita því ekki að maður er svolítið lúinn,“ sagði Kári sem missir af fagnaðarlátum liðsins vegna leikja sem eru fram undan með íslenska landsliðinu. „Það er opin rúta sem keyrir um stórbæinn Rotherham og það verður örugglega góð stemning rétt eins og í gær.“Tvær deildir á tveimur árum Árangur Rotherham undanfarin tvö ár er stórkostlegur en liðið fór upp um tvær deildir á tveimur árum undir stjórn Steves Evans. „Ég vissi þegar ég kom til liðsins að þetta væri möguleiki, Steve fékk aðallega til sín leikmenn sem hafa verið í kringum Championship deildina og hefur liðið lítið breyst á milli ára. Við erum ekkert besta fótboltalið í heimi en við gefumst aldrei upp. Við lentum oft undir á tímabilinu en náðum oftast að snúa þessu okkur í hag. Það var í raun merkilegt hvað andinn í hópnum skilaði okkur langt,“ sagði Kári sem verður samningslaus í sumar. Undanfarnar vikur hefur einbeitingin verið á leikjunum sem fram undan voru og hefur hann lítið hugsað út í hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég fæ að vita ef eitthvað gerist og ég veit að það eru einhverjar þreifingar búnar að vera í gangi en ekkert eitthvað sem ég er tilbúinn að greina frá að svo stöddu. Mér líður vel hér en það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Gengi liðsins undanfarna mánuði hefur verið mikil lyftistöng fyrir félagið og fyrir samfélagið í Rotherham. Það er gaman að allir eru að fylgjast með liðinu, það er kominn nýr völlur og vonandi getur þetta hjálpað liðinu aftur upp í fyrri hæðir,“ sagði Kári Árnason kampakátur. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
„Þetta gat ekki endað betur, við fengum á okkur klaufaleg mörk í fyrri hálfleik þar sem við gerðum einföld mistök í vörninni en við náðum að snúa þessu okkur í hag í seinni,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Rotherham United og íslenska landsliðsins, ánægður við Fréttablaðið þegar blaðamaður náði á hann í gær. Alls var 43.401 manns á pöllunum á hinum glæsilega Wembley á sunnudaginn, þar á meðal nánustu ættingjar Kára, og fengu þeir að fagna með sínum manni. „Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa náð að lyfta bikar á Wembley þótt þetta sé neðrideildarbikar. Völlurinn var frábær og umgjörðin í kring um þetta gerði þetta að einstakri lífsreynslu,“ sagði Kári. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem okkar maður fékk ekki að spreyta sig. „Það er algjör skandall að ég var ekki númer eitt að taka vítaspyrnuna. Ég vildi taka fyrsta vítið. Hann setti mig númer sex, hann treysti ekki hafsentinum sínum. Við skulum segja að hann hafi treyst á mig þegar allt var undir,“ sagði Kári léttur.Stærsta stundin á ferlinum Kári vann tvöfalt í Svíþjóð, sænsku úrvalsdeildina og sænska bikarinn, með Djurgården árið 2005 en sigurinn á sunnudaginn var honum sætari. „Þetta var skemmtilegra, það er allt miklu stærra og meira hérna í Englandi og betur fylgst með fótboltanum. Þetta er búið að vera ótrúlega langt tímabil, einhverjir ellefu mánuðir þar sem við spilum eitthvað um sextíu leiki og gott að enda þetta á þennan hátt. Það eru tveir leikir fram undan og svo bíður verðskulduð hvíld. Ég neita því ekki að maður er svolítið lúinn,“ sagði Kári sem missir af fagnaðarlátum liðsins vegna leikja sem eru fram undan með íslenska landsliðinu. „Það er opin rúta sem keyrir um stórbæinn Rotherham og það verður örugglega góð stemning rétt eins og í gær.“Tvær deildir á tveimur árum Árangur Rotherham undanfarin tvö ár er stórkostlegur en liðið fór upp um tvær deildir á tveimur árum undir stjórn Steves Evans. „Ég vissi þegar ég kom til liðsins að þetta væri möguleiki, Steve fékk aðallega til sín leikmenn sem hafa verið í kringum Championship deildina og hefur liðið lítið breyst á milli ára. Við erum ekkert besta fótboltalið í heimi en við gefumst aldrei upp. Við lentum oft undir á tímabilinu en náðum oftast að snúa þessu okkur í hag. Það var í raun merkilegt hvað andinn í hópnum skilaði okkur langt,“ sagði Kári sem verður samningslaus í sumar. Undanfarnar vikur hefur einbeitingin verið á leikjunum sem fram undan voru og hefur hann lítið hugsað út í hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég fæ að vita ef eitthvað gerist og ég veit að það eru einhverjar þreifingar búnar að vera í gangi en ekkert eitthvað sem ég er tilbúinn að greina frá að svo stöddu. Mér líður vel hér en það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Gengi liðsins undanfarna mánuði hefur verið mikil lyftistöng fyrir félagið og fyrir samfélagið í Rotherham. Það er gaman að allir eru að fylgjast með liðinu, það er kominn nýr völlur og vonandi getur þetta hjálpað liðinu aftur upp í fyrri hæðir,“ sagði Kári Árnason kampakátur.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira