„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Baldvin Þormóðsson skrifar 20. maí 2014 10:00 Hlutverkið fer Hafþóri Júlíusi einstaklega vel. vísir/valli „Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“ Game of Thrones Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Þetta var ótrúlega gaman, eins og ég hef sagt áður þá var þetta bara gott ævintýri,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, en hann þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í gær á Stöð 2 í Game of Thrones. „Það var virkilega gaman að fá þetta hlutverk, ég hef ekki leikið neitt af viti áður og ég viðurkenni það alveg að ég var mjög stressaður,“ segir Hafþór en bætir því við að honum hafi þótt hann vera rólegri en margir aðrir á setti. „Sumir aukaleikararnir eins og sverðahaldararnir voru alveg að fara á taugum,“ segir Hafþór. „En í aðalbardaganum var ég aðeins rólegri þrátt fyrir að þetta væri stórt atriði.“ Hafþór leikur bardagakappann Gregor Clegane og kemur fram í tveimur þáttum en í fyrri þættinum er hann að hita sig upp fyrir bardagaatriðið sem fer fram í næsta þætti. „Hann er eiginlega bara að leita að einhverjum til þess að drepa og hefur ekkert fyrir því,“ segir Hafþór um persónuna. „Þetta var skemmtilegt hlutverk þó það hljómi skringilega,“ segir vaxtarræktarkappinn og hlær. „Ég myndi ekki leggja það í vana minn að drepa menn en það var gaman að leika það.“Hafði horft á alla þættina Hafþór hefur sjálfur verið mikill aðdáandi Game of Thrones í langan tíma. „Ég var búinn að horfa á alla þættina þegar þeir höfðu samband,“ segir Hafþór. „Síðan þegar þeir hafa samband þá bregður mér smá, ég hélt náttúrulega að þetta væri bara eitthvert rugl,“ segir hann en Hafþór fær oft skrítinn póst og hann svaraði því beiðninni ekki strax. „Síðan var ég bara fenginn í prufu og var í raun tilvalinn fyrir þetta hlutverk. Það er alveg erfitt að finna svona stóra menn sem eru líka í þokkalega góðu formi,“ segir Hafþór sem gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. „Þetta var mjög gaman, ég var bara heppinn að fá svona stórt hlutverk fyrst og síðan er virkilega vel hugsað um mann þarna,“ segir kappinn. „Ég held að þeir hugsi mjög vel um starfsfólkið sem kemur að þáttunum, þeir hugsa vel um alla og það er góður andi yfir öllu.“
Game of Thrones Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp