Alfreð: Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2014 10:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty „Maður vildi helst ekki enda tímabilið á þennan máta en maður hefur oftast lítið val um svona lagað,“ segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð meiddist á hné í fyrri leik sinna manna í Heerenveen gegn AZ Alkmaar í undanúrslitum umspilskeppni um sæti í Evrópudeild UEFA. AZ vann leikinn, 3-0, og stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn í dag. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og líklegt að hann megi byrja að æfa á ný eftir 3-4 vikur. „Það strekktist á liðbandinu í hnénu eftir að markvörður AZ lenti á því með fullum þunga,“ segir Alfreð um atvikið en meðfylgjandi mynd lýsir aðstæðunum vel. „Þetta hefði þó getað farið mun verr.“Vísir/GettyLíklega seldur í sumar Alfreð, sem skoraði 29 mörk í deildinni í vetur, hefur lengi verið orðaður við hin ýmsu stórlið í Evrópu og líklegt að einn markahæsti leikmaður álfunnar verði eftirsóttur þegar opnað verður fyrir félagaskipti í sumar. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og segir líklegt að forráðamenn Heerenveen kjósi að selja hann nú til að fá sem mest fyrir hann. Alfreð neitar því ekki að það sé skrítin tilhugsun að hann kunni að hafa spilað sinn síðasta leik í búningi Heerenveen. „Maður hefði gjarnan viljað vinna umspilið og tryggja liðinu sæti í Evrópukeppninni. En maður verður að sætta sig við orðinn hlut og einbeita sér að því að ná fullri heilsu á ný.“Ræði við öll félög Alfreð reiknar allt eins með því að þurfa að bíða eftir því að fá sína framtíð á hreint, jafnvel fram yfir HM í Brasilíu. „Svona mál vilja oft klárast annaðhvort fyrir eða eftir HM. Það er lítið annað fyrir mig að gera en að fara í mitt sumarfrí og bíða svo og sjá til,“ segir hann og bætir við að hann sé tilbúinn að skoða allt sem upp kemur. „Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka. En það fer líka mikið eftir félaginu og hugmyndum þeirra manna sem þar starfa. Ég verð opinn fyrir öllu og ræði við öll félög sem komast að samkomulagi við Heerenveen,“ segir Alfreð.Vísir/GettyAldrei tekinn af velli í 31 leik Alfreð missti af aðeins þremur deildarleikjum í vetur – öllum vegna meiðsla. Hann var í byrjunarliðinu í hinum leikjunum 31 og var aldrei tekinn af velli. Enda sýnir tölfræðin að hann skoraði fimmtán af 29 mörkunum sínum á síðustu 30 mínútum leikjanna. En grátlega lítið vantaði upp á að komast upp upp í þrjá tugi og hefði hann verið fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim áfanga í efstu deild í Evrópu. „Já, takk fyrir að minnast á það,“ sagði Alfreð í léttum dúr þegar hann er minntur á þetta. „Við vorum 3-0 yfir þegar það voru enn 25 mínútur eftir í síðasta deildarleiknum. En þá ákváðu varnarmennirnir að halda bara boltanum hjá sér. Ég öskraði á þá að koma boltanum fram því ég vildi skora 30. markið. Ég verð þá bara að ná þessum áfanga síðar.“ En honum þykir vitaskuld vænt um tímabilið og þann fjölda meta sem hann hefur slegið – til að mynda að hann er nú markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. „Ég er mjög stoltur af mínum tveimur árum hér. Ég hef hjálpað liðinu mikið og verið mikilvægur leikmaður í því. Metin voru bara bónus og skemma aldrei fyrir.“Vísir/GettyVísir/Getty Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
„Maður vildi helst ekki enda tímabilið á þennan máta en maður hefur oftast lítið val um svona lagað,“ segir landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð meiddist á hné í fyrri leik sinna manna í Heerenveen gegn AZ Alkmaar í undanúrslitum umspilskeppni um sæti í Evrópudeild UEFA. AZ vann leikinn, 3-0, og stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn í dag. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og líklegt að hann megi byrja að æfa á ný eftir 3-4 vikur. „Það strekktist á liðbandinu í hnénu eftir að markvörður AZ lenti á því með fullum þunga,“ segir Alfreð um atvikið en meðfylgjandi mynd lýsir aðstæðunum vel. „Þetta hefði þó getað farið mun verr.“Vísir/GettyLíklega seldur í sumar Alfreð, sem skoraði 29 mörk í deildinni í vetur, hefur lengi verið orðaður við hin ýmsu stórlið í Evrópu og líklegt að einn markahæsti leikmaður álfunnar verði eftirsóttur þegar opnað verður fyrir félagaskipti í sumar. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og segir líklegt að forráðamenn Heerenveen kjósi að selja hann nú til að fá sem mest fyrir hann. Alfreð neitar því ekki að það sé skrítin tilhugsun að hann kunni að hafa spilað sinn síðasta leik í búningi Heerenveen. „Maður hefði gjarnan viljað vinna umspilið og tryggja liðinu sæti í Evrópukeppninni. En maður verður að sætta sig við orðinn hlut og einbeita sér að því að ná fullri heilsu á ný.“Ræði við öll félög Alfreð reiknar allt eins með því að þurfa að bíða eftir því að fá sína framtíð á hreint, jafnvel fram yfir HM í Brasilíu. „Svona mál vilja oft klárast annaðhvort fyrir eða eftir HM. Það er lítið annað fyrir mig að gera en að fara í mitt sumarfrí og bíða svo og sjá til,“ segir hann og bætir við að hann sé tilbúinn að skoða allt sem upp kemur. „Þýskaland og Ítalía eru spennandi og England og Spánn heilla líka. En það fer líka mikið eftir félaginu og hugmyndum þeirra manna sem þar starfa. Ég verð opinn fyrir öllu og ræði við öll félög sem komast að samkomulagi við Heerenveen,“ segir Alfreð.Vísir/GettyAldrei tekinn af velli í 31 leik Alfreð missti af aðeins þremur deildarleikjum í vetur – öllum vegna meiðsla. Hann var í byrjunarliðinu í hinum leikjunum 31 og var aldrei tekinn af velli. Enda sýnir tölfræðin að hann skoraði fimmtán af 29 mörkunum sínum á síðustu 30 mínútum leikjanna. En grátlega lítið vantaði upp á að komast upp upp í þrjá tugi og hefði hann verið fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim áfanga í efstu deild í Evrópu. „Já, takk fyrir að minnast á það,“ sagði Alfreð í léttum dúr þegar hann er minntur á þetta. „Við vorum 3-0 yfir þegar það voru enn 25 mínútur eftir í síðasta deildarleiknum. En þá ákváðu varnarmennirnir að halda bara boltanum hjá sér. Ég öskraði á þá að koma boltanum fram því ég vildi skora 30. markið. Ég verð þá bara að ná þessum áfanga síðar.“ En honum þykir vitaskuld vænt um tímabilið og þann fjölda meta sem hann hefur slegið – til að mynda að hann er nú markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. „Ég er mjög stoltur af mínum tveimur árum hér. Ég hef hjálpað liðinu mikið og verið mikilvægur leikmaður í því. Metin voru bara bónus og skemma aldrei fyrir.“Vísir/GettyVísir/Getty
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira