Tónlist

Með lag í Game of Thrones

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lag færeysku söngkonunnar Eivarar Pálsdóttur, So close to being free, af plötunni Larva heyrist í einni af stiklunum fyrir fjórðu þáttaröð Game of Thrones sem nú er í sýningu.

Stiklan sem um ræðir er ekki komin á vefsíðuna Youtube en var sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO í Bandaríkjunum í síðustu viku, samkvæmt heimasíðu Eivarar. Þá er einnig tekið fram að stiklan hafi verið sýnd í frumsýningarpartíi seríunnar í New York fyrir stuttu.

Útgáfa lagsins sem heyrist í stiklunni er remixuð af Cato, sem hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir eins og Stone og Smokin‘ Aces.

Skaparar þessarar vinsælu seríu eru greinilega hrifnir af norðrinu því hljómsveitin Sigur Rós kom fram í þáttunum fyrir stuttu og á einnig lagið The Rains of Castamere í seríunni.


Tengdar fréttir

Sjáðu atriðið úr Game of Thrones

Aðdáendur af þáttunum Game og Thrones brá nokkuð í brún þegar nýjasti þátturinn fór í loftið en í upphafi þáttarins má sjá atriði sem ber merki um gróft kynferðislegt ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×