Sigur Rós með stjörnunum úr Game of Thrones Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 11:00 Sigur Rósar-menn voru smart meðal stjarnanna í New York. Vísir/Getty Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós. Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós.
Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00
Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00