Fyrsti íslenski sirkusbjörninn til sýnis Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 09:00 Björninn kemur úr sóttkví í dag og því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir landsmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá klukkan 16 til 17. Vísir/Daníel „Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag.
Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30