Innlent

Flensborg hefndi fyrir skítinn í Morfís

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Ósk var valin ræðumaður Íslands.
Katrín Ósk var valin ræðumaður Íslands.
Úrslitin í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna fóru fram í gærkvöld í Háskólabíói en Flensborgarskólinn bar sigur úr býtum gegn Menntaskólanum við Sund.

Í úrslitunum er umræðuefnið „Vopnaður friður?“. MS var með og Flensborg var á móti.

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir í liði Flensborgarskólans var valin ræðumaður Íslands og var hún valin ræðumaður kvöldsins í öllum keppnum Flensborgar í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn ber sigur úr býtum í Morfís.

Í Flensborgarliðinu eru Aron Kristján Sigurjónsson, Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson, Magni Sigurðsson og Katrín Ósk Ásgeirsdóttir.

Í liði Menntaskólans við Sund eru þau Arnar Snær Magnússon, Telma Sif Reynisdóttir, Elísa Líf Ingvarsdóttir og Sædís Ýr Jónasdóttir.

Nemendur Flensborgarskólans vöknuðu upp við vondan draum þegar þau mættu til leiks í gærmorgun. Búið var að moka hrossaskít fyrir aðalinngang skólans.


Tengdar fréttir

Úrslitin í Morfís ráðast

Menntaskólinn við Sund og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði keppa í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna í kvöld. Mikil stemning er fyrir keppninni.

Hreinsuðu aðeins hluta hrossaskítsins

"Þetta eru örugglega einverjir guttar, mjög í óþökk skólans þar innfrá, sem voru eitthvað að vekja athygli á sér,“ segir Magnús Þorláksson, skólastjóri við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.

Kærðir fyrir að moka skít við aðaldyr Flensborgar

Fjórir 17 ára piltar verða kærðir fyrir skítmokstur í Hafnarfirði í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú var lögreglunni tilkynnt um að menn væru að moka skít úr kerru við aðaldyr Flensborgarskólans.

„Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“

„Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×