Davíð Þór segir velgengni afstætt hugtak Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. mars 2014 07:45 Davíð Þór í Berlín Vísir/Úr einkasafni Verðlaunakvikmyndin Hross í Oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég tók við verðlaunum fyrir tónlistina og fyrir hönd Benedikts Erlingssonar á móti verðlaunum fyrir bestu myndina á hátíðinni,“ segir Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður en tónlistin í myndinni er að mestu leyti eftir hann, með dyggri aðstoð Fóstbræðra. „Það er náttúrulega rosalega gaman ef tónlistin vekur eftirtekt því hún er stór hluti af myndinni, sem er frekar óhefðbundin því að það er lítið talað í henni,“ útskýrir Davíð Þór. Hross í Oss er ekki fyrsta samstarfsverkefni Benedikts og Davíðs. „Við unnum saman að Hótel Volkswagen eftir borgarstjórann sem var ánægjulegt. Þar leikstýrði Benedikt og ég gerði hljóð og tónlist. En það var allt öðruvísi, nútímalegra og meira absúrd í gangi. En þetta samstarf var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þetta er fyrsta stóra myndin hans Benedikts og ég hef aldrei samið músík áður fyrir mynd í fullri lengd – og ég er mjög stoltur af afrakstrinum. Velgengni er afstætt hugtak. Okkur langaði að skapa sögu og búa hana til alveg óháð því hvort hún yrði sýnd tvisvar eða 2.000 sinnum, en það er auðvitað dásamlegt að hún veki athygli og fái viðurkenningu fyrir það sem hún er.“ Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Verðlaunakvikmyndin Hross í Oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég tók við verðlaunum fyrir tónlistina og fyrir hönd Benedikts Erlingssonar á móti verðlaunum fyrir bestu myndina á hátíðinni,“ segir Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður en tónlistin í myndinni er að mestu leyti eftir hann, með dyggri aðstoð Fóstbræðra. „Það er náttúrulega rosalega gaman ef tónlistin vekur eftirtekt því hún er stór hluti af myndinni, sem er frekar óhefðbundin því að það er lítið talað í henni,“ útskýrir Davíð Þór. Hross í Oss er ekki fyrsta samstarfsverkefni Benedikts og Davíðs. „Við unnum saman að Hótel Volkswagen eftir borgarstjórann sem var ánægjulegt. Þar leikstýrði Benedikt og ég gerði hljóð og tónlist. En það var allt öðruvísi, nútímalegra og meira absúrd í gangi. En þetta samstarf var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þetta er fyrsta stóra myndin hans Benedikts og ég hef aldrei samið músík áður fyrir mynd í fullri lengd – og ég er mjög stoltur af afrakstrinum. Velgengni er afstætt hugtak. Okkur langaði að skapa sögu og búa hana til alveg óháð því hvort hún yrði sýnd tvisvar eða 2.000 sinnum, en það er auðvitað dásamlegt að hún veki athygli og fái viðurkenningu fyrir það sem hún er.“
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira