Innlent

Hættur afskiptum af stjórnmálum fyrir lífstíð

Brjánn Jónasson skrifar
Ólafur er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.
Ólafur er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Eyþór

H-listinn, sem bauð fram undir forystu Ólafs F. Magnússonar, fyrrverandi borgarstjóra, í síðustu borgarstjórnarkosningum mun ekki bjóða fram í borginni í komandi kosningum.

Ólafur segir að það komi ekki til greina að bjóða sig fram, og segist hættur afskiptum af stjórnmálum fyrir lífstíð, þrátt fyrir brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum.

Ólafur skipaði efsta sæti lista Frjálslynda flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í kosningunum 2006, og varð borgarstjóri um skamma hríð árið 2008 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.