Innlent

Hættur afskiptum af stjórnmálum fyrir lífstíð

Brjánn Jónasson skrifar
Ólafur er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.
Ólafur er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Eyþór
H-listinn, sem bauð fram undir forystu Ólafs F. Magnússonar, fyrrverandi borgarstjóra, í síðustu borgarstjórnarkosningum mun ekki bjóða fram í borginni í komandi kosningum.

Ólafur segir að það komi ekki til greina að bjóða sig fram, og segist hættur afskiptum af stjórnmálum fyrir lífstíð, þrátt fyrir brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum.

Ólafur skipaði efsta sæti lista Frjálslynda flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í kosningunum 2006, og varð borgarstjóri um skamma hríð árið 2008 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×