Dansarar geta samið tónlist með hreyfingu Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 10:30 Calamus Automata getur samið tónlist eftir ýmsum leiðum. MYND/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira