Dansarar geta samið tónlist með hreyfingu Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 10:30 Calamus Automata getur samið tónlist eftir ýmsum leiðum. MYND/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Menning Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“