Fín lína milli húmors og alvöru Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 09:30 Verkefnið sem herdeildin fær er ekki auðvelt að leysa. Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett. Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett.
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira