Tónlist

Leoncie og UMTBS etja kappi á Gauknum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Leoncie kemur fram á Gamla Gauknum í febrúar.
Leoncie kemur fram á Gamla Gauknum í febrúar. mynd/einkasafn
„Svo er mál með vexti að ég er í þeirri stöðu að ég sé um viðburðastjórnun á Gauknum. Ég talaði því við Leoncie og sannfærði hana um að spila hjá okkur en ég klikkaði reyndar á því, að sama dag er UMTBS, Ultra Mega Technobandið Stefán að halda útgáfutónleika sína á Harlem skammt frá,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, tónlistarmaður og viðburðastjóri Gauksins.Þann 8. febrúar kemur Leoncie fram á Gamla Gauknum. Þá er hljómsveit Sigurðar að spila á Harlem sem er í sömu byggingu, sama kvöld. „Það er komin upp sú kexruglaða staða að við erum í beinni samkeppni við Icy Spicy Leoncie, sem ég skapaði sjálfur. Þar sem ég hef hagsmuni að verja á Gauknum þá er ég kominn í samkeppni við sjálfan mig,“ útskýrir Sigurður.

Sigurður er í samkeppni við Leoncie.mynd/hörður sveinsson
Leoncie mun árita hljómplötur sínar á staðnum en tekið er sérstaklega fram að allir hatarar, fólk með minnimáttarkennd gagnvart listamanninum, öfundsjúkir og hrokagikkir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. „Leoncie er listamaður fólksins í landinu sem hefur áhuga á hreinni sköpun og alvöru popptónlist í hæsta gæðaflokki.“Hér má lesa nánar um Leoncie tónleikana.Hér má lesa nánar um UMTBS tónleikana.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.