Tónlist

Leoncie og UMTBS etja kappi á Gauknum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Leoncie kemur fram á Gamla Gauknum í febrúar.
Leoncie kemur fram á Gamla Gauknum í febrúar. mynd/einkasafn

„Svo er mál með vexti að ég er í þeirri stöðu að ég sé um viðburðastjórnun á Gauknum. Ég talaði því við Leoncie og sannfærði hana um að spila hjá okkur en ég klikkaði reyndar á því, að sama dag er UMTBS, Ultra Mega Technobandið Stefán að halda útgáfutónleika sína á Harlem skammt frá,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, tónlistarmaður og viðburðastjóri Gauksins.

Þann 8. febrúar kemur Leoncie fram á Gamla Gauknum. Þá er hljómsveit Sigurðar að spila á Harlem sem er í sömu byggingu, sama kvöld. „Það er komin upp sú kexruglaða staða að við erum í beinni samkeppni við Icy Spicy Leoncie, sem ég skapaði sjálfur. Þar sem ég hef hagsmuni að verja á Gauknum þá er ég kominn í samkeppni við sjálfan mig,“ útskýrir Sigurður.

Sigurður er í samkeppni við Leoncie. mynd/hörður sveinsson

Leoncie mun árita hljómplötur sínar á staðnum en tekið er sérstaklega fram að allir hatarar, fólk með minnimáttarkennd gagnvart listamanninum, öfundsjúkir og hrokagikkir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. „Leoncie er listamaður fólksins í landinu sem hefur áhuga á hreinni sköpun og alvöru popptónlist í hæsta gæðaflokki.“

Hér má lesa nánar um Leoncie tónleikana.

Hér má lesa nánar um UMTBS tónleikana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.